Skírnir - 01.07.1891, Síða 20
20 Morð. Heilsufar og mannalát.
apríl; þá urðu og miklar skemdir yíða á bátum og húsum, einkum sunn-
an og vestan lands. í apríl og maí urðu og allmiklar skemmdir af sand-
foki á Landi og Rangárvöllum; tvær jarðir á Landi lögðust gersamlega í
eyði, en aðrar rýrnuðu meira og minna. í Mýrdal og Álptaveri kom
hríðarbylur ákafur með miklu frosti 17. sept. og stóð nokkra daga; þá
fenti fé og hrakti í vötn. Aðfaranótt hins 10 marz brann bærinn allur í
Rauðseyjum á Breiðafirði og varð engu að kalla bjargað, sem þar var fé-
mætt inni. Á einum eða tveimur stöðum öðrum urðu og nokkrar skemd-
ir á húsum af eldi.
Morð. Sunnudaginn 13. sept. myrti vinnumaður á Mýri í Bárðardal,
er Jón heitir Sigurðsson, vinnukonu í Svartárkoti í sömu sveit; hún hét
Guðfinna Jónsdóttir og var þunguð af hans völdum; hafði hann gist þar
á bænum nóttina áður; skömmu eptir það, er hann varfarinn, fékk stúlk-
an leyfi til að ganga eitthvað af bæ sér til skemtunar, en kom eigi heim
um kveldið; var hennar leitað næstu daga og fanst loks 16. s. m. örend
í Svartá, en þar var áin svo grunn, að eigi þótti líklegt, að hún hefði
druknað þar; lagðist því sá grunur á, að maður þessi mundi valdur að
dauða hennar, og var hann því þegar tekinn og rnálið rannsakað; játaði
hann þá, að hann hefði kæft stúlkuna með því að halda fyrir vit henni,
og síðan kastað likinu í ána og ætlazt til að svo sýndist sem hún hefði
farið sér þar sjálf. — Talið var og víst, að einir 4 menn hefðu sjálfir
ráðið sér bana; höfðu þeir verið eitthvað geggjaðir á skapsmunum áður.
Heilsufar og mannalát. í byrjun ársins og alt fram á vor í sum-
um sveitum var kvillasamt mjög af afieiðingum kvefsóttar þeirrar, er
geisað hafði um meiri hluta landsins árið áður; á einstökum bæjumísum-
um sveitum stakk sér niður taugaveiki og illkynjuð bólusótt og aðrir
kvillar, er hér eru vanir að ganga; var þvi löngum fremur krankfellt víða,
en eigi varð manndauði mikill, svo að orð sé á gerandi, þar sem engar
stórsóttir gengu um héruð.
Hér skal getiö nokkurra þeirra merkismanna, karla og kvenna, er
létust þetta árið.
Af lærðum mönnum dóu:
Konráð Gíslason, kennari við háskólann í Kmhöfn, andaðist 4. jan.
Hann var fæddur að Löngumýri í Skagafirði 3. júlí 1808 og voru for-
eldrar hans Gísli sagnfræðingur og skáld Konráðsson og Evfemía Bene-