Skírnir - 01.07.1891, Síða 26
26
HeilBufar og mannalftt.
og hinn bezti bftliöldnr í hyívetna, einkar hageýnn og rftðdeildarsamur og
hinn öflugasti hvatamaður og styrktarmaður alls, er horfði til framfara i
grend við hann, vandaður maður, hðgvær og yfirlætislaus". Kona hans var
Guðrún Guðmundsdðttir frá Birtingaholti. Ingimundur Ra/nsson, Vigfússon-
ar sýslumanns í Þingeyjarsýslu, Jónssonar, og Hólmfríðar Ingimundardóttur,
andaðist að Brekku í Núpasveit 17. júní (f. 3. maí 1830). Magnús Jónsson
bóndi á Vilmundarstöðum í Reykholtsdal, andaðist í kaupstaðarferð, á Seleyri,
27. júní. (f. 9. nóv. 1807), ftgætis búmaður og valmenni. Einar Jónsson, tré-
smiður i Rvík, andaðist 16. júlí (rúml. sjötugur). Árni Guðmundsson,
Brynjólfssonar á Keldum, bóndi áReynifelli á Rangárvöllum, andaðist 25.
júlí (f. 30. apr. 1824). Hálfdán Jóahimsson, er lengi (24 ár) bjó á Brennu-
ási á Kljótsheiði í Þingeyjarsýslu og á Grímsstöðum við Mývatn (17 ár),
andaðist 23. ág. (f. 23. okt. 1808); hann var búmaður góður og hefir einn
að mestu ritað kver eitt uin skepnuhirðing (Ak. 1856). Jón Þórðarson
bóndi í Stafholtsey og siðan í Norðtungu, andaðist 2. okt. (á ftttræðis-
aldri).
Nokkrar merkiskonur létust og þetta árið og skal hér nokkurra getið:
í febr. andaðist í Hraungerði í Plóa Anna Ólafsdóttir, prests á Kolfreyju-
stað, ekkja séra Siggeirs Pálssonar á Skeggjastöðum (d. 1866). Ingibjörg
Scemundsdóttir, kona Sigurðar ísleifssonar hónda á Barkarstöðum í Pljóts-
hlíð, andaðist 27. marz, 74 ára, systir séra Tómasar Sæmundssonar. Ingi-
björg Eggertsdóttir, kona sira Jóns Þorlákssonar að Tjörn á Vatnsnesi,
andaðist 17. apr. (f. 31. des. 1845). Margr'et Jónsdóttir, prests Jónssonar
i Klausturhólum, kona Guðmundar bónda Þórðarsonar á Ásum í Gnúpverja-
hreppi, andaðist 3. mai (f. 1827). Sigríður Runólfsdóttir, ekkja Þórðar
bónda Sigurssonar að Piskilæk (d. 1883), andaðist 6. júní. Þau hjón hæði
eru greptruð þar heima að Fiskilæk. Steinunn Melsteð, dóttir Bjarna
amtm. Thórarensens, ekkja séra Jóns Melsteðs í Klausturhólum (d. 1872),
andaðist 15. júní (f. 19. marz 1824). Marta María Guðrún Stefánsdóttir,
prests Stephensens á Reynivöllum í Kjós, ekkja Jóns Stefánssonar, próf.
Þorvaldssonar í Stafholti, andaðist á Hesti 10. júlí. Krístín Bjarnadóttir,
frá Esjuhergi, andaðist í Rvík 31. ág. (77 ára). Þórdís Thorstensen, dótt-
ir Páls amtm. Melsteðs og Önnu Sigríðar Stefánsdóttur amtm. Þórarins-
sonar, ekkja Jóns Býslumanns Thorstensens, andaðist i Rvík 22. nóv. (f.
24. okt. 1835). Ingibjörg Cecilia Jónína Grímsdóttir, amtm. Jónssonar
(d. 1849), og Birgittu Cociliu Breum (d. 1853), andaðist í Khöfn 25. des.
(f. 16. maí 1816).