Skírnir - 01.07.1891, Page 29
II.
Frá öðrum löndum.
A. Helztu viðburðir.
Evrópii 1891. Friður og ófriður. Frakkar og Bússar. Fundur i
Kronstadt. Frakkar heima. Fyrir tuttugu árum sögðu Þjððverjar, að nú
þyrftu Evrðpumenn ekki lengur að hlera eptir hvað Frakkakeisari segði
um áraskiptin. Nú er svo komið, að enginn spyr um livað sjálfur Bis-
marck hafi sagt um þau. En eitt er um spurt við hvert nýár: Verður
nýárið friðar- eða ðfriðarár?
Hið volduga þrenningarsamband, Þýzkaland, Austurríki og Ítalía, sem
ræður lögum og lofum norðan frá Eystrasalti og Euglandshafi og suður
að Miðjarðarhafi, er ekki lengur einráðandi í Evrðpu. Frakkland og Rúss-
land hafa bundizt í bræðraband og leikurinn er tvísýnn, þó þrír Béu um
tvo. Enginn þorir að hefja hinn grimma hildarleik, því enginn vill láta
segja um sig, þegar hin ðgurlega styrjöld, sem alla óar við, er á enda
kljáð: „Þú byrjaðir", því allur ófriður á undan var eins og menn berðust
í skollaleik hjá því, sem nú verður, þegar reyk- og hvell-laust púður verð-
ur við haft. Enginn heyrir né sér dauðann, sem kemur fljúgandi í
loptinu.
Svo segir þýzkt blað, að ef engill friðarins hefði koraið ofan úr himn-
um jólanótt, þá hefði hann hvergi getað sezt að á jörðunni, því hún væri
öll hlaðin fallbyssuhrúgum og skðgum af byssustingjum. Það þarf ekki
nema neista til að kveykja í. Hann getur komið af hendingu eða af
gáska. Af gáska þó varla. Prðfessor Billroth í Vín, hinn frægasti sára-
læknir í Austurríki, skýrði nýlega frá í fyrirlestri, hvernig horfurnar væru
að fara mundi í næsta ófrið. Hann sagði, að læknarnir mundu standa
ráðalausir uppi gagnvart þeim fjandafælum, sem mundu hrynja úr binum
nýju morðvopnum. Öll sjúkrahús í Evrópu mundu ekki hafa húsrúm fyr-