Skírnir - 01.07.1891, Blaðsíða 34
34
Evrópa 1891.
hof. Síðan rak hver veizlan aðra. Plotaforingjar, foringjar i landhernnm,
bærinn Péturshorg, héldu veizlur. Rússar föðmuðu Prakka og ætluðu að
jeta þá upp af fögnuði. Hvorirtveggja gáfust á gjafir og Frakkar voru
bornir á höndum að kalla á götum úti. Hinn 5. ágúst fór Gervais með
foringjum sinum til Moskva og voru bæjarbúar þar eins ærir af fögnuði
og i Pétursborg. Bærinn hélt þeim veizlu og hélt Tsjernajeff herforingi
ræðu í henni. Lofaði hann Prökkum þar svo miklu, að sumum þótti hann
taka nokkuð djúpt í árinni.
Hins vegar lýstu Prakkar heima á Frakklandi gleði sinni á marga
lund. Franskir bæir sendu keisara heillaóskir upp úr þurru. Sumstaðar
var stungið upp á, að kenna rússnesku i frönskum skólum, en varð þó
ekki úr því. Og Rússar þeir, sem voru staddir á Frakklandi, voru horn-
ir á höndum, og vissu Frakkar ekki, hvernig þeir ættu þeim bezt til geðs
að gera. Finn af ættingjum keisara, Alexis stórfursti, fór til Vichy á
Suður-Frakklandi til baðlækninga, en lá við sjálft, að hann kæmist ekki
leiðar sinnar fyrir fagnaðarviðhöfn Frakka. Varð hann að fara huldu
höfði í París
Loks, 8. ágúst, lagði Gervais af stað frá Kronstadt. Sagði hann þá,
enda var það orð að sönnu, að Frökkum hefði verið tekið í Rússlandi
eins og þeir væru bræður, en ekki vinir. Fylgdu margir Rússar honum
á haf út.
Flotaferðin og öll þessi vinahót duttu ofan yfir Þjóðverja og Eng-
lendinga. Berlinarblöðin skopuðust að fóstbræðralagi og veizlum Frakka
og Rússa, en undir niðri stóð þeim reyndar ýmugustur af því og þeir urðu
að játa, að hin turnháa, sem Prússar kalla, vinátta milli Prússa og Rússa
væri undir lok liðin. Engleudingum var illa við, að Rússar, mótstöðu-
menn þeirra í Asíu, tækju höndum saman við hið franska þjóðveldi. Blöð
Gladstoninga héldu fram uppteknum hætti, að hvetja Englendinga til að
vingast við Frakka. Þess vegna tóku Englendingar því vel, er þeir fréttu,
að stjórnin hefði boðið hinni frönsku flotadeild að koma við á Englandi,
á heimleiðinni. Salishury hélt ræðu í veizlu og talaði vel um Frakkland.
England vonast til, sagði hann, að það fái bráðlega að fagna flota hins
raikla franska þjóðveldis í höfnum sínnm. Þykir oss það nýtt og þýðing-
armikið mark um friðinn milli þessara tveggja þjóða og vináttuna milli
landanna.
Hinn 19. ágúst kom franski flotinn á Portsmouthhöfnina. Lá þar
fyrir ensk flotadeild og fagnaði hún og bæjarbúar Frökkum með bezta