Skírnir - 01.07.1891, Blaðsíða 47
Bandaríkin.
47
Af hinu útflutta var í dollaratali:
Kornvara. Unnin vara.
1860 256,560,972 46,658,873
1870 685,961,091 79,510,447
1880 500,840,086 130,300,087
Iðnaður blðmgast nú öllu fremur í Bandaríkjunum. Bn útflutningur
á kornvöru og svínaketi hefur minnkað, svo að nemur hátt á annað hundr-
að miljónum dollara. Er því um að kenna, að Evrópa hefur lagt háa
tolla á amerikanskt korn og bannað innflutning á ameríkönsku svínaketi.
m hafa bændurnir í Ameriku náð sér niður á Evrópumönnum og reitt
höggið að þeirri innfluttri vöru frá Evrópu, sem er iðnaðarvara. Verzlun
Evrópu við Bandaríkin er hér um bil á þessa leið í dollaratali:
Innflutt frá Ameríku. Útflutt þangað.
England: 170—180 miljónir um 380 miljónir
Þýzkaland: rúmar 80 — — 67 —
Frakkland: 70 — — 45 —
Ítalía: 18 — — 13 —
Manntal var tekið í Bandaríkjunum í júlí 1890 og komu ekki út ná-
kvæmar skýrslur um það fyrr en nú nýlega. Allt lifandi og dautt var
talið, fasteignir, verksmíði, verzlun, akuryrkja, vélar, hverju nafni sem
nefnast o. s. frv. íbúafjöldinn var 1880 50,445,000, en 1890 62,902,000.
Sagt var þó, og sumstaðar sannreynt, t. d. í New-Yorkbæ, að rangt hafði
verið talið og ibúar væru miklu fleiri. Ibúar Bandaríkjanna voru 1860
32,443,000 og hafa því nær tvöfaldazt á 30 síðustu árum. Af þeim íbúa-
fjölda, sem hefur bætzt við, hafa 5,471,000 flutzt inn í landið (1860—1890).
Alaska með 30,000 ibúum var keypt af ítússum, og Indíanar, sem ekki eru
meðtaldir, eru hér um bil 249,000. Svo mikill fjöldi er þá afgangs, að
að meðaltali hafa fæðzt 725,918 fleiri á ári en dáið hafa.
Kanada. Quebec heitir hið merkasta af fylkjum þeim, er Kanada
skiptist í. Þar hefur stjórn lengi verið í höndum framsóknarmanna (liberals).
Poringi þeirra Mercier er einn af vinsælustu mönnum í Kanada, Þegar
John Macdonald, oddviti apturhaldsmanna í Kanada, dó vorið 1891, gaus
sá kvittur upp, að ýmsir menn í stjórn hans hefðu þegið mútur og væru
mestu svikahrappar. Liðsmenn Merciers hendu það á lopti. Var málið
rannsakað ýtarlega og kom sumt svo ljótt upp úr kaflnu, að einn af ráð-
gjöfunum hafði sig úr landi til að komast hjá hegningu. En skamma