Skírnir - 01.07.1891, Side 52
52
Mannalát.
þurfti ekki. Priður var saminn áður til þess kom. Sést á bréfum þeim,
sem liggja eptir Moltke, að hann fór hæðilegum orðum um Dani á Als,
er þeir „börðust á tréskóm og flýðu“. Til marks um fyrirhyggju hans er
það, að áður en Napóleon þriðji fór herferðina móti Austurríkismönnum
1859, hafði hann hugsað og ritað leynilega, hvernig haga skyldi öllum
herferðum, ef í ófrið færi við Frakka.
Djörf var herferð hans 1866 og lokið á 6 vikum. Hafði hann tekið
vel eptir, hverjum kostum og ókostum herforingjar Austurríkismanna voru
búnir í ófriði þeirra við Frakka 1859. Hvílíkur snillingur hann var, sást
þó bezt á ófriðnum við Frakka 1870—71. Hann hafði búið allt undir út
í æsar, áður ófriðurinn hófst, jafnvel hverjar leiðir herirnir skyldu fara, og
þurfti ekki nema tvö orð til að koma öllu af stað. Ein af reglum hans
var, að herimir (þýzku) skyldu fara hver í sínu lagi, en hittast og berjast
í einu lagi. Yoru Frakkar með þessu móti ætíð bornir ofurliði. En þó
hann hefði hugsað sér flest fyrirfram, þá sýndi hann ætíð hið mesta snar-
ræði, er hann þurfti að breyta því, sem hann hafði fyrirfram ráðið. Hann
fékk greifanafnið, er Metz gafst upp, og stórgjafir og jarðagóz. Hann var
valinn á þing fyrsta sinni 1866, og síðan ætíð í sama kjördæmi, Memel.
Þótt hann kynni 7 mál, þá var hann ætíð fátalaður, en þegar hann sagði
eitthvað, þá hlustuðu menn á hann. Var því sagt, að hann kynni að
þegja á 7 tungum. Þegar Vilhjálmur annar kom til ríkis 1888, þá sagði
hann af sér forastu yfir hernum. Næsta ár var haldin mikil hátíð í
minning þesB, að þá hafði hann verið 70 ár í Prússaher. Mest var þó um
dýrðir, er hann varð níræður, 26. október 1890. Kom hann til Berlínar
og settist að í stórhýsi því, er yfirstjórn hersins er í. Fór blysför fram
hjá húsinu, og voru í henni 10,000 manns, en keisari og æðstu menn
ríkisins heimsóttu Moltke í húsinu og sýndu honum alla þá sæmd, er unnt
var að sýna. En liklega hefur hann samt ofreynt sig á þessum afmælis-
degi sinum.