Skírnir - 01.07.1891, Page 53
53
B. Bókmenntir.
Það er svo bágt að standa í stað,
þvt mönnunmn munar
. annaðhvort apturábak
dlegar nokkuð á leið.
Lastaðu’ ei laœinn,
sem leitar móti
strcmmi sterklega
og stiklar fossa.
í þetta sinn flytur Skírnir fréttir af mönnum og menntum, þó lítið
sé. Jeg hef reynt að láta hvem höfund segja frá sér og stefnu sinni með
orðum sjálfs sín. Er því málið á Rembrant-kaflanum snubbðtt og stutt-
aralegt, á Jakobsenskaflanum iburðarmikið o. s. frv.
George Mereditt hef jeg sleppt, hef ritað um hann á öðrum stað.
Tvær sögur. I. Sagan af Ylfingum og Markamönnum í bundnu og
óbundnu máli, rituð af William Morris (A Tale of thehouse of the Wolfings
and all the kindred of the Mark, written in prose and in verse by
William Morris). London, 1890.
Morris lýsir fyrst höll Ylfinga og konungi þeirra Þjóðólfl og hirð hans.
Einu sinni er hann sat við drykkju, kom maður með herör og sagði þau
tíðindi, að rómverskur her hafði ráðizt inn í landið. Þjóðólfur hitti val-
kyrjuí rjóðri, áður hann lagði í hernað, og gaf hún honum hringabrynju,
dvergasmíði. En fósturdóttir hans, sem ólst upp við hirðina, var reyndar
dóttir þeirra. Hana dreymdi móður sina og sagði hún, að Markamenn
mundu aldrei sigur vinna, fyr en á banadægri hins mesta manns í liði
þeirra. Margir aðrir fyrirburðir og undur urðu þar. Riðu menn til þings.
Stóð Þjóðólfur þar og hafði hvorki hjálm né skjöld, enda hafði hann
strengt, þess heit yfir bragarfulli, að bera hvorki hjálm né skjöld í þess-
um ófriði. Sögðu flóttamenn tíðindi ill og mikil af Rómverjum. Herjuðu
þeir landið, brenndu og bældu.
Nú er að segja frá því, að farandkona kom í Ylfingahöll og sagði
margt titt. En fóstra Þjóðólfs var forspá og fór ein sér. Sagði hún í
ljóðum frá herbúðum Markamanna og sigri þeirra. Kom þá maður hlaup-
andi með tíðindi. Markamenn ginntu Rómverja inn i rjóður í Myrkviði,
og féllu þeir hver um annan þveran. Farandkonan hvarf um kveldið, og
var reyndar allt eitt, hún og draumkonan og valkyrjan. Fóstra Þjóðólfs
kvað aptur sigurspá næsta kveld, en var þó höfugt.