Skírnir - 01.07.1891, Side 54
54
Tvær sögur.
Maður bar aptur tíðindi um orrustu. Rðmvcrjar höfðu búizt fyrir á
háu felli, og var einstigi upp að fara. Yoru bogaskot jieirra og valslöng-
ur skeinuhætt Markamönnum, er þeir sóttu upp í mðti. Herjólfur sðtti upp
austanvert fellið og inn fyrir stauragirðingar Rómverja. Lét hann þar líf
sitt með mikilli hreysti og margir félagar hans. Hafði hann áður sent
margan mann til heljar með rimmugýgi sinni. Yoru á honum sex ðlífls-
sár. Br þessi atlaga kölluð Herjðlfshríð.
Þjóðölfur þokaði svínfylking sinni hægt upp fellið. Tðkst þá högg-
orusta grimm og hörð. Ruddust þeir Markamenn upp á fellið og hjuggu
hin löngu spjðt Rómverja sundur af mikilli bræði. Gaf þar engi maður
öðrum grið. Béllu Rómverjar þar flestir, en atlagan er síðan kölluð Þjóð-
ðlfshríð. Yar Þjðððlfur enn hlífarlaus í þessum bardaga.
Ásmundur gamli hafði farið höndum um Þjóðólf, áður hann lagði í
þenna leiðangur. Stakk hann hendi við hringabrynjunni dverganna. Þótti
mönnum þetta ills viti, og lét Þjððólfur eptir brynjuna með Döglingum.
Kom þar einn dag snemma, er menn lágu í svefni, maður á hesti með jar-
tein frá Þjóðólfi, og skyldi sækja brynjuna. Pékk kerling nokkur honum
brynjuna, ogundraðist, hversu grá og þunn og létt hún var. Bn sendi-
maðurinn var valkyrja Þjóðólfs, og mátti hún bregða sér í öll líki.
Herjólfur var heygður, og Þjóðólfur var vakinn um nóttina af val-
kyrju. Taldi hún hann á að fara í brynjuna, og veitti þó erfltt. Varði
hann þess, sem var, að köld eru kvennaráð.
Markamenn höfðu herbúðir á öðrum stað í Myrkvið nær Ylflngahöll.
Hét Otur foringi þeirra. Hrosshildur, skemmumær Þjóððlfs fóstru, bar
þangað tíðindi. Voru Rómverjar komnir skógarleið inn í Miðmörk. Bað
hún skjótrar liðveizlu. Otur brá þegar við, sendi Þjóðólfl boð og lagði
af stað með lið sitt.
Þeir Otur sáu reyki mikla leggja upp af Mörkinni. Konur og börn
forðuðu sér í skóginn, en Rómverjar hjuggu allt niður sem hráviði, er
fyrir varð. Vildi Otur banna þeim yflrför yfir fljótið og eggjaði menn sína
að láta nú á sjá, hver skapraun þeim var þetta herhlaup. Pylkti hann svín-
fylking á völlunum, og sendi þá meginherinn Rómverja sveit manna, að
taka þessa fífldjörfu menn, er gengið höfðu í greipar þeim, en hún fór
hina mestu sneypuför. Létu þeir Otur skóginn geyma sín, en gerðu áður
skarð í lið Rómverja. Fór nú Bendimaður þeirra til Ylfingahallar og bað
menn forða sér í skóginn. Þoka var á um nóttina, og reið Otur að Róm-