Skírnir - 01.07.1891, Blaðsíða 56
56
Tyær sögnr.
félli. F6r nú herinn í virkið, en Þjóðölfur gekk með slíðrin tóm. Hvít-
ingur var týndur á völlunum i valnum.
Fóstra Þjóððlfs talaði hug í menn. Arinhjöm bað menn vera búna
til atlögu um nóttina fyrir dögun, að reka Rómverja úr Ylfingahöll. Kvað
hann sig fýsa að hitta vin sinn Otur í Valhöllu, er hann hafði frýjað
honum svo mjög hugar.
Br menn Iágu i svefni, leiddi fóstra Þjóðólfs hann skógarbraut í rjóð-
ur, og sat Jiar valkyrja hans á steini með höfuð í gaupnum sér. Kvað
fóstra Þjóðólfs þá vísur nokkrar og var myrkt kveðið. Móðir hennar vildi
láta Þjóðólf lifa skapadægur hans og halda lífi, af ofurást til hans. Kvað
hún um hin römmu sköp, er enginn maður má við og ekki Æsir sjálfir.
Fær engi feigum forðað. Fór dóttir þeirra hurt og leyfði þeim að Bkiljast
einum í hinnsta sinn.
Valkyrja mælti: hvort máttu heyra orð mín og skilja, Þjóðólfur?
Hann svaraði: skil eg, ef þú talar um ástir vorar og dóttur.
Valkyrja mælti: nær linnir ástum vorum?
Á banadægri, sagði Þjóðólfur.
Valkyrja mælti: ef þú bíður bana í dag, hvert fara þá ástir vorar?
Þjóðólíur svaraði: eigi veit eg gjörla, en sagt mundu vér hafa, að
þær dveldu með Ylfingaætt forðum.
Hún sagði: en er Ylfingaætt er liðin undir lok?
Hann sagði: sagt mundu vér hafa í árdaga, að þær dveldu þá eptir
með mennskum mönnum, en nú kveðumst vér eigi vita.
Hún sagði: felur jörð þær, er þú ert dauður og i haug laginn?
Hann svaraði: svo mæltir þú hindra dags, er eg sat hjá þér, og fæ
eg ekki andæpt orðum þinum.
Hún mælti: hvárt er svo, að þú ert sæll?
Hann mælti: hví spyrr þú? Eigi veit eg það. Eg var á brautu, en
hugir mínir sátu hjá þér. Þykist eg nú alsæll, er þú ert hér.
Hún mælti: er eigi svá, að ættmenn þínir eru þér í mun?
Hann svaraði: sagt hefur þú, að eg væri af öðrum ættum kominn.
Þó eru þeir vinir mínir og ann eg þeim, én eigi munu þeir min þurfa,
áður sól sígur til viðar í kveld. Er þeim sigur vís, ef allt fer að sköp-
uðu. Vil eg eigi nema allt frá þér fyrir litla þágu frá þeim.
Hún mælti: vitur maður ertu. Hvárt gengur þú í orrustu í dag?
Hann mælti: svo pr sem þú hyggur,