Skírnir - 01.07.1891, Side 61
Tvær sögur.
61
verskt stutt sverð stóð hálfa vegu gegnum hann. Varð óp mikið í höll-
inni, er menn vissu tíðindin, en fóstra Þjóðólfs veitti honum nábjargir.
Var hann lagður á spjótbörur og borinn út á hól einn. Stóðu Markamenn
umhverfls hólinn og voru hnípnir mjög. Fóstra Þjóðólfs talaði langt er-
indi og snjallt; kvað nfl ráð að ryðja höllina og fagna sigri og drekka
erti. Ásmundur gamli kvað erflljóð yfir fóstbróður sínum Otur og síðan
kviðu um Þjóðólf og sagði, hversu Æsirnir risu gegn honum, er hann kom
hlifarlaus til Valhallar, og fögnuðu honum. Fóru menn heim og drukku
í Ylflngahöll um nóttina; var Þjóðólfur settur í öndvegi og hans full drukk-
ið fyrst allra. Daginn eptir var hann heygður.
Lýkur hér sögunni af Ylfingum; er hún einkennileg, og stór munur á
henni og skáldsögum Þjóðverja (Felix Dalm o. fl.) frá þjóðabyltingatíman-
um. Sami höfundur, Morris, gaf flt 1891 Iitinn bækling, sem heitir „Frétt-
ir flr engum stað (News from nowhere)" og lýsir byltingu í Lundflnum,
sem kemur á meiri jöfnuði en verið hefur á auð manna og velmegun o.
s. frv.
n. Sagan af Eiríki orm í auga. Skáldsöguhöfundurinn Iiider Hag-
gard hefur ritað sögu, sem heitir Eric Brighteyes þ. e. Eiríkur ormur í
auga, fráneygi. Sagan er sniðin eptir Grettlu, Njálu, Eglu, Gunnlaugs
sögu ormstungu o. fl., mest þó eptir Grettlu. Tíminn er 10. öld og svið
hennar er ísland, Orkneyjar og England. Áður en jeg segi efnið úr sög-
unni, skal jeg segja ögn frá höfundi hennar.
Hann er fæddur á miðju Englandi austur við sjó, og komst á unga
aldri í slark mikið og þrautir í Suður-Áfríku; barðist hann á tvítugsaldri
við Blökkumenn, og var heiti hans Rider (riddari) réttnefni, því hann var
hinn mesti reiðmaður. Hann er jötunn að vexti, rflm sex fet á hæð, og
víkingur í alla staði. Fyrstu skáldsögum hans frá Afríku tók enginn ept-
ir, en hann lét ekki hugfallast, og hélt áfram að rita skáldsögur. Eru í
þeim ósköpin öll af hryllingum og tryllingum, töfrum og gjörningum,
tröllum og forynjum, bardögum og blóti. Af sögum Haggards hefur „She“
(Hún) selzt mest; hefur hann unnið Bér inn ógrynni fjár með skáldsögum
sínum og keypt sér stóra bfljörð.
Skal jeg nfl drepa stuttlega á efnið í hinni íslenzku skáldsögu hans.
Hann þekkir ekki fornöldina eins og Morris, og raargt er ýkt og aukið
hjá honum, en auðfundið er, að víkingshugur sjálfs hans hefur hið mesta
yndi af að segja frá köppunum og af afrekum þeirra og þrekvirkjum.