Skírnir - 01.07.1891, Page 71
Þýjskar bókmenntir.
71
svo lágu stigi A Þýzkalandi, að hinar stórþjóðirnar sinna þeim ekki og
ganga fram hjá þeim. Þjóðverjar, með öllu sínu ofurvaldi og drambi
eptir sigurvinningarnar, urðu að láta sér lynda, að játa, að bókmenntir
og listir þeirra voru kallaðar barnaglingur af öðrum þjóðum.
Skáldskapurinn var i höndum kvennfólksins eins, og talinn ókarlmann-
legur, en hitt var karlmannlegt, að fylgja Bismarck að málum, og að eiga
við hernað. Skáldskapur var ekki talinn til alvarlegra starfa, til verka-
hrings mannsins.
Um jólaleyti 1884 kom út i Berlín kvæðasafn: „Moderne Dichtercha-
raktere11. Yoru í því kvæði eptir 22 ung og óreynd skáld. Stuttar æíi-
sögur þeirra fylgdu kvæðunum. Af þeim sést, að flestir þeirra eru fæddir
milli 1860 og 1870 og þannig á tvítugsaldri. Æfisaga eins þeirra, Grad-
nauers, er svo einkennileg — hann var þá 18 ára —, að jeg set hana hér:
„Algjör nútíðarsál! Kenning hans er: óbundinn uppvöxtur einstaklingsins
í samræmi við hans sérstöku gáfur, svo hans persónulegu lífsöíl nái full-
þroska! — Honum sjálfum ganga fagrar listir fyrir öllu; að eins þær gera lífið
vert þess að lifa það. Listamaðurinn drottnar yfir alheimnum! Gradnauer er
fjandmaður þeirra, sem halda, að þeir geti stýft flugvængi listamannsins
með smásmyglis-skynsemi og smásmyglis-siðferðis-aðfinningum! Listamað-
urinn verður að gera uppskátt allt, sem honum býr í brjósti, hversu ó-
heyrilegt og vitlaust sem það er! Ástríðuákafinn hefur ætið rétt fyrir
sér og má ekki fjötrast. Ella missir hanu sína tign og helgi og er svik-
inn og ofurseldur! í ritdæmingu og blaðamennsku sinni er Gradnauer
svarinn fjandmaður allrar hálfvelgju, alls bókabéusskapar, allrar ljúgandi
hræsni, allra „myrkramanna"! Hann ætlar sér mcstmegnis að rita djarfar
skáldsögur. Alheimurinn á að liggja opinn fyrir skáldinu eins og bók,
sem hann skilur strax“. Þessi jötunn hætti brátt öllum ritstörfum. Plest-
ir þeirra eru fæddir 1863—64 og eru að lcsa við háskóla, og nefna nöfn
á bðkum, sem þeir œtla að rita- í inngangi bókarinnar lýstu þeir yfir
skoðunum sínum með alvöru:
„Yér viljum ekki binda bagga vora eins og aðrir samferðamenn. Hið
einkennilega upplag einstaklingsins verður að dafna og hann má ekki
miðla öðrum af því, sem honum er innilegast og eðlilegast, annað en það,
sem hann hefur sjálfur fundið til, lifað og hugsað, en það verður hann
lika að miðla látlaust, hégómalaust, eins og vinur vin i einrúmi.
Vér, hin unga kynslóð hinnar miklu, endurfæddu fósturjarðar, viljum, að
skáldskapurinn verði aptur helgur dómur, er þjóðin fer pílagrímsferðir til