Skírnir - 01.07.1891, Side 91
Danekar bókmenntir.
91
um, sem elskaði lífið svo heitt. Þess vegna lýsir hann t. d. fagurri
mey í sögunni um Marie Grubbe liannig: „En hvað hím var fögur:
hin máttuga, sogandi nótt i auganu, sem dagurinn spratt fram úr, i
hópum af iðandi ljósglömpum, eins og svartur demant, er blikar í sólu,
varanna særaudi fagri bogi, kinnauna rembiláti liljufölleikur, sem rann
saman við og út í rósleitan roða, eins og ský, sem morgunsólin skín á, og
hörundið dökkæðótt eins og skær blómsturblöð, þar sem hárið lagðist hrafn-
svart yfir það, báðumegin11.
Þvi verður ekki neitað, að Jakobsen er listamaður, en þó finnst oss
íslendingum opt eins og hann beri í bakkafullan lækinn. Það er ekki
einungis kvöldroða- og sólsetursblær á öllu, sem hann ritar, heldur líka,
fyrir þá, sem eru vanir fjallalopti, óhollt, óheilt ogveilt vellulopt í ritum
hans. Lifið er honum ekki „logandi und“, eins og Kristjáni Jónssyni, því
hann er danskur að holdi og blóði. Á honum sést bezt, hvernig Danir
eru orðnir á siðasta fjórðung nítjándu aldar. Eptir honum hermir hin
uppvaxandi kynslóð. Og er ekki öll pólitík Dana síðan 1870 lifandi eptir-
mynd af draumórum Jakobsens?
Tökum oss því ekki Dani til fyrirmyndar. Ekki heldur Þjóðverja
(sjá Þjóðverjaþátt). Tökum bræður vora Norðmenn. Þjóðverjar og Frakk-
ar eru nú að bera sig að björginni hjá þeim. Norðmenn, frændur vorir,
ganga nú að kalla í broddi fylkingar hins menntaða heimsi bókmenntum,
í andaus atgerfi. fslendingar hafa því gott færi á að sýna, að þeir séu
engir ættlerar. í fornöld rituðu þeir meir og betur en Norðmenn. Það
ætti að vera þeim hvöt til. að reyna að skaga dálítið upp í þá núna. En
hvað sem þvi líður, þá hermum ekki eptir Dönum.
Annað mál er það, að dást má að, hversu Jakobsen tókst að lýsa því,
sem enginn hefur á undan honum lýst á dönsku. Þótt oss finnist hann
stundum ofhlaða niður orðum, þá getur hann samt ætíð með frábærri
snilld látið það, sem hann vill, stíga fram fyrir hugskotsaugu lesandans.
Undarlegur maðurvar hann og sérvitur, eins og Sæmundur Hólm, þó ólíku sé
saman að jafna. Danir tóku sér Jakobsen til fyrirmyudar, en íslendingar
ekki Sæmund Hólm Orð Bjarna Thorarensens eiga jafnvel við þá báða:
Hann batt ekki
bagga sína
sömu hnútum
og samferðamenn.
(Að nokkru tekið eptir Ola Hansson).