Skírnir - 01.07.1891, Síða 93
Skýrslur og reikningar félagsins 1890 og 1891.
93
Til að semja Skírni næsta ár kaus fundurinn (8. júlí) í einu hljðði
cand. Jðn Stefánsson í Kaupmannahöfn.
Embættismenn og varaembættismenn deildarinnar voru endurkosnir, svo
og endurskoðunarmenn. í Tímaritsnefnd næsta ár voru kosnir dr. Björn
M. Ólsen, docent Eiríkur Briem, adjunkt Steingr. Thorsteinsson og yfir-
dðmari Kristján Jónsson. — Um 20 félagsmenn voru á fundi.
A fyrra ársfundi Reykjavíkurdeildarinnar 1891, 22. dag júnímán, var
borið upp tilboð um nýtt rit, Biflíuljóð, eptir síra Valdimar Briem Þriggja
manna nefnd var kosin til að Begja álit sitt um ritið og hlutu kosningu:
biskup Hallgr. Sveinsson, dr. Björn M. Ólsen og docent Þðrhallur Bjarn-
arson.
Samþykkt var i einu hljóði tillaga frá stjðrn deildarinnar um, að gefa
út framvegis sem eina bók „Fréttir frá íslandi11, „Skírni“ og „Skýrslur
og reikninga", sem er i fullu samræmi við 9. gr. í iögum félagsins og
miðar til sparnaðar ug hagræðis; skyldi ritið allt heita áfram Skírnir.
Sömul. var samþykkt, að útgáfa Skýrslna og reikninga mætti fresta ár-
langt og hafa í þess stað 2 ára skýrslur o. s. frv. i Skirni þeim, er út
kæmi 1892.
Forseti skýrði frá, að eptir lauslegu yfirliti ætti deildin fyrirliggjandi í bðka-
leifum nær 30,000 kr. virði og Hafnardeildin nær 70,000 kr. virði, og væri
það tillaga stjórnarinnar, að færa niður verð á ýmsum bðkunum, til þess
að reyna að koma þeim út. Var það samþykkt, og stjðrninni falið á
hendur að koma fram með á næsta fundi ákveðna tillögu um, hverjar
bækurnar skyldi færa niður og hve rnikið. — Á fundi voru um 20.
A aðalfundi Reykjavíkurdeildarinnar 8. júlí s. á. bar stjðrnin upp á-
kveðna tillögu sína um niðurfærslu á ýmsnm bðkum félagsins og var htin
samþykkt í einu hljóði, þannig, að verðlækkunin skyldi gilda að eins fyrst
um sinn og að fengnu samþykki Hafnardeildarinnar, en innheimta skyldi
leifar þær, er útsölumenn hefðu í sínum vörzlum af hinum niðursettu
bðkum.
Stjórninni var falið á hendur að útvega mann til að semja Skírni
næsta ár. Hún útvegaði hinn sama og áður, dr. phil. Jón Stefánsson í
Khöfn.
Af hálfu sira Matth. Jochumsonar var félagsdeildinni boðin til prent-
unar endurskoðuð þýðing á skáldritinu „Brand“ eptir Henrik Ibsen; hafði
nefnd, kosin á fundi 8. júlí 1889, ráðið félaginu frá að taka að sér tii
prentnnar téða þýðingu, eins og þá var frá henni gengið. Var nú ný
dðmnefnd kosin: docent Eiríkur Briem, dr. Grímur Thomsen og dr. B. M.
Ólsen.
Ályktað var á fundinum, að ganga harðara eptir útistandandi tillaga-