Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1900, Blaðsíða 31

Skírnir - 01.01.1900, Blaðsíða 31
Búa-þáttur. 31 hann til Bloemfontein, sem er höfuðborg Óraníu-ríkis, og er það þorp eitt með 8000 íbúum. Búar höfðu flúið áður úr bænum og flutt alt sitt með eér. Þetta var 13. Marz. Þar ætlaði hann að halda kyrru fyrir og hvíla lið sitt þrjár vikur. Snemma í Marzmánuði (þann 5.) höfðu þeir Steijn og Krtlger sent Salisbury skeyti og beiðst friðar; skildu það eitt til, að þjððveldin fengi að vera óháð sem áður, og að Búar, þeir er væri brezkir þegnar, en hefði veitt þjóðveldunum lið, skyldi fá sakir upp gefnar. Salisbury tók þessari málaleitan fjarri og kvaðat ekki taka í mál að þjóðveldin yrði óháð íramvegis. Varð svo eigi meira úr þeirri friðarumleitan. Þann 27. Marz andaðist æðsti hershöfðingi Búa, Joubert, og varð þó ekki vopn- bitinn, en dó 4 sóttarsæng. Eftir hann tðku Búar Louis Botha til yfirforingja. Þegar er KobertB lávarður var komínn til Bloemfontein, lét hann draga þar upp véið brezka og lýsti yfir því, að nú væri þjóðveldið undir lok liðið, en Óranía hernumið land, er Bretar slægi eign sinni á. Óraníu- búar hlýddu þessu hvarvetna þar sem Koberts og Breta Iið var mitt á meðal þeirra, svo lengi sem þeir vóru innan skotmáls við fallbyssur hans; en lengra náðu yfirráð Breta ekki í raun réttri. Rétt áður en forsetarnir Steijn og Krilger höfðu sent Salisbury skeyti um friðarboð, höfðu 3 fulltrúar þjóðveldanna lagt á stað til Evrópu til að semja um frið með þeim kjörum, er forsetarnir sklldu til við Salis- bury. Að öllu öðru leyti höfðu þeir óbundnar hendur til að ganga að svo að segja hverjum friðarkostum, er fengist gæti. Þegar þeir komu út til Evrópu, fréttu þeir svör Salisburys og sáu þá, að til lítils mundi koma að halda til Lundúna; héldu því land úr landi á fund allra þjóð- höfðingja og þjóðstjórna í Norðurálfunni til að leitast fyrir, hvort enginn væri fáanlegur til að reyna að miðla málum og biðja Búum friðar. En það kom alt fyrir ekki. Enginn vildi verða til að hengja bjölluna á köttinn. Munu þó stjórnir sumra ríkja hafa haft fullan vilja til þess, en eigi borið traust til; þótt ísjárvert að óvingast við Breta Sendimenn héldu nú vestur um haf á fund Bandaríkjamanna; var þeim þar vel fagnað, en af liðvcizlu varð ekki. Hittu þeir að máli bæði forsetaefnin, er þá vóru í kjöri. Bryan var ekki myrkur í máli og hét að fylgja því fram af alefli, ef hann yrði kosinn, að Bandaríkin hlutuðust til um að þjóðveldin í Afríku yrði ekki frelsi svift. Eltiskinns-sálin McKinley var mjúkur á manninn, en hét engu ákveðnu. Er þar skemst af að segja,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.