Skírnir - 01.01.1900, Page 37
Sínaveldis-þáttur.
37
um, hvað i fjarlægð gerist. Embættismenn allir hafa lág laun, on safna
þ6 auð fjár, því að mútur og ails konar fjárplógshrögð eru svo altíð með-
al embættlinga þar eins og drit í fuglabjargi. Nú var það ein af fyrstu
fyrirskipunum keisarans 1878, er hann hóf endurbótastefnu sína, að heimta
skýrslur og reikninga af öllum embættismönnum, og láta hirta mánaðar-
lega reikningsskil fyrir öllu ríkisfé. Jafnframt leyfði haun hverjum þegni
sínum að koma fram með nýjar tillögur til sín til endurbóta og færa sér
hænarskrár, og kvartanir yfir því er aflaga færi. Það var auðsætt em-
bættiestéttinni, að ef þessum nýjungum yrði framgengt, þá yrði bráður
endi á því, að þeir gætu haft undir sig rangfengið fé. Öll velferð hennar
var hér í hættu. Hins var keisaraekkjan andstæð allri nýbreytni; hún
hafði stuðst við afturhaldsflokkinn, þá ráðgjafa, sem keisarinn hafði rekið
frá sér; og svo bættist það við, að keisarinn og ráðaneyti hans var að
hugsa um að taka hana sjálfa og flytja hana í fjarlægð eitthvað út á
landsenda og láta gæta hennar þar, svo að hún gerði ekkert ilt af sér.
Ekkert var því eðlilegra en að hún og hennar. fylgismenn slægju sér
saman við embættisstétt landsins, til að eyða allri: nýbreytni keisarans.
Hún tók því það ráð að verða fyrri til að taka hann höndum. En endur-
hætur keisarans höfðu fallið alþýðu einkar-vel í geð, og varð því talBverð-
ur kurr víðsvegar um ríkið, er menn fréttu aðfarir, keisara-ekkju og sáu
allar endurhætur koisara úr lögum numdar, en ráðgjafa hans drepna eða
flýja úr landi til að forða sér. Hér varð því eitthvað að gera til að sefa
alþýðu eða beina hug hennar í aðra átt. Menn vóru því fengnir til að
stofna þjóðernisfélög um alt land, eða öllu heldur, menn notuðu þeBSÍ fé-
lög, sem höfðu verið til um nokkut ár, og létu það berast út, að nú
ætlaði stjórnin að hætta að láta norðurálfu-þjóðir buga sig; engin ný
lönd yrðu af hendi látin til útlendinga framar, en alla ina „útlendu djöfla"
skyldi reka i sjóinn. Yara-konungum var boðið, að reisa þegar rönd við
hverri kröfn af útlendinga hendi, og bíða ekki úrskurðar frá Peking,
heldur taka þegar til vopna, ef á þyrfti að halda. Þetta var í ársbyrjun
1900. En alla tíð síðan drottning tók við völdum aftur síðast (1898)
hafði stjórnin látið allar vopnasmiðjur keppast við í ákafa að smíða vopn
og hergögn, hafði og keypt að vopnaforða eftir megni og æft her sinn
undir tilsögn þýzkra manna og rúsneskra. En stórveldin höfðu horft á
alt þetta aðgerðalaus og skorti þó eigi að ensk blöð þar eystra bentu á,
hvað um væri að vera. Keisara-ekkjan hélt áfram að láta lífláta æ fleiri
og fleiri af þeim sem fylgi höfðu veitt endurbótum koisarans. Þar höfðu