Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1900, Page 33

Skírnir - 01.01.1900, Page 33
Búa-þ&ttiír. 33 vóru á ferli um landið alveg eins og herflokkar Breta; þyrfti þeir mat eða mjólk, fengu þeir það á bæjum, þar sem þeir komu; en þetta var í Breta augum næg átylla til að brenna heimilið. Herflokkar Búa rifu á stundum upp járnbrautir, þar sem lið Breta þurfti yfir að fara. Roberts gerði sér lítið fyrir og lýsti yfir því, að bvar sem brautum yrði spilt, skyldi öll sveitin hefndir fyrir taka; þótt enginn væri þar heima á bæ- junum, nema konur og börn, þá vóru heimilin brend til kaldra kola. Um svívirðilegt framferði Breta við Búakonur þarf hér ekki að ræða. í einu orði má segja, að ' aðferð Breta hafl að þessu leyti verið eins og örgustu villimanna og eigi sér ekki dæmi í sögu siðaðra þjóða á síðari öldum. í Júlíbyrjun er mælt að allur Búaher muni eigi hafa numið meiru en 15—20,000 manna, og að aldrei hafi hann meiri verið, þegar bezt lét, en 30,000. Bretar höfðu nú á 3. hundrað þúsunda hermanna suður þar; en um þetta leyti lágu um 20,000 af þeim rúmfastir af sjúkdómi eða sárum; en það er mælt, að þó að Búar hefði mist báðar höfuðborgir sínar og orðið víða undan að hverfa, þá hefði þeir nær ávalt getað bjargað með sér fallbyssum sinum og öðrum skotvopnum ; og fyrir þvi að þeir höfðu tekið af Bretum mikið af fallbyssum og öðrum skotvopnum, þá var mælt, að þeir hefði í Júlíbyrjun meiri skotvopn en þeir höfðu haft í byrjun stríðsins (í Okt. 1899). Annars fór nú striðið að verða úr þessu smáorrustur að mestu, og einna mest fólgið í áráBum Búa á járnbrauta- flutning Breta. De Wet, hershöfðingi Óraníumanna, var með lið sitt fram og aftur um Óraníu og Bretum mjög óþarfur. Bigi vissu menn gorla, hvé mikið lið hann hafði; en það mun láta sönnu næst, að verið hafi um 1500—2000. Bretar vildu fyrir hvern mun ná honum, og sendu á stað mikinn her, nær 60,000 manna, í 12 flokkum undir 12 hershöfðingjum. Þeir skyldu komast kringum lið de Wett’s á alla vega og draga svo saman herflokk- ana, unz þeir fengi slegið um hann fastan hring af fallbyssum og ridd- araliði. Bretar höfðu nú allar járnbrautir landsins á valdi sínu, nægar vistir og herneskju og botnlausu peningahítina hans Jóns Bola til að sækja í fleiri skildinga, ef á þyrfti að halda; vóru þeir nú sigurvissir mjög og mikill vellur á þeim; datt cngum manni í hug, að do Wet mætti undan draga. Það gekk líka alt fyrir þeim eins og í sögu; þeir komu herflokkunum saman og slógu hring um lið de Wet’s. En þegar þá varði minst, ruddist hann fram með öllu liði sínu og gegnum fylk- iugar þeirra, og kom öllu liði sínu heilu og liöldnu, að kalla mátti, úr 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.