Skírnir - 01.04.1914, Blaðsíða 59
Pereatið 1850.
171
var sviftur embætti sínu. Hann stóð þá og nærri með að
ifá amtmann8embættið fyrir norðan, en fekk ekki.
Vilhjálmur Finsen, sem þá var i íslenzka stjórnarráð-
inu ytra, segir svo í bréíi til Bjarna amtm. Thorsteinsson
28. maí 1850, að merkilegast í þessum embættaveitingum
(sem hann hafði minst á) sé, að Christianson fekk ekki
Norðuramtið, og muni það orsakast af því, að fregnir haíi
borist um hann hingað, sem ekki vitni um, að hann hafi
sýnt Conduite sem bæjarfógeti i óeirðunum í vetur. J. P.
Havstein varð þá amtmaður, en Christianson fekk svo em-
bættið eftir hann, sem kunnugt er.
Gestgjafinn, August Thomsen, slapp ekki heldur við
rannsókn, en hann varði sig prýðilega með skrifuðu skjali
og segir svo í enda þess, að hann hafi orðið að liða, að
piltarnir kæmu í hús sín. »Jeg har ikkun gjort en Dyd af
Nödvendigheden og derved fulgt Kongens og Keiserens
Exempel, der paa Folkets Begæring i Nutiden, afsætter et
Ministerium, saa længe Magten er paa Folkets Side, men
vender Bajonetten imod dem saasnart de se sig istand
dertil*.
Nú víkur aftur til þess er frá var sagt, að piltar fóru
að venja komur sínar á gildaskála upp úr jólum 1849.
»Þann 10. og 11. janúar 1850 varð Jens kennari Sigurðs-
son þess var, að piltar höfðu stofnað leynilegt drykkju-
félag sín á milli, og þá daga sögðu 15 piltar sig skriflega
úr bindindisfélaginu og báru það fyrir sig, að þeir sum-
part sannfæringar sinnar vegna, sumpart samvizku sinnar
vegna, gætu eigi verið lengur i félagi þessu«. Af þessum
15 gengu þó 8 fljótlega inn í félagið aftur. 12. janúar
var fundur haldinn í félaginu, og lögðu kennendur hart
að þeim 7 frávillingum að ganga inn aftur, en það stoð-
aði ekkert.
Þá voru stiftsyfirvöld á íslandi, Þorsteinn Jónsson
(síðast sýslumaður í Arnessýslu) settur stiftamtmaður í
fjarveru Kosenörns og Helgi biskup Thordersen, er þá bjó
í Laugarnesi. Margir piltar af Stephensensættinni voru þá
í skóla, og allir mjög andvígir rektor í bindindismálinu,