Skírnir - 01.04.1914, Blaðsíða 4
Hokkur orð um þjóðtrú og þjóðsiði
íslendinga.
Eins og kunnugt er, hafa raenn hjá fiestura þjóðum
lagt sig mjög fram ura það, að safna saman öllu því, er
að þjóðlegum fræðum lýtur nú á hinni siðustu öld. Það
var eins og þjóðirnar og fræðimennirnir vöknuðu af svefni,
þegar rómantiski skólinn fór að snúa hugum manna frá
öllum þurkinum og kuldanum á skynsemis-timabilinu og
beina honum í áttina til miðaldanna með öllum æfintýra-
blænum, sem yfir þeim sveif, er þær voru skoðaðar í
fjarska, þótt annað kynni að hafa orðið uppi á teningn-
um, þegar farið var að kryfja þær til mergjar. En þá
sáu menn skjótt, að minsta kosti þeir er glöggskygnari
voru, að ekki þurfti að hverfa með öllu aftur til miðalda
til þess að finna eitthvað líkt því, er menn leituðu að.
Glöggvir menn, sem þektu vel alþýðuna, vissu af heilum
æfintýraheimi i fórum hennar, og tóku þá þegar að safna
þeim æfintýrum og þjóðsögnum saman, sem þeir náðu til,
og settu það á bækur. Fyrstir urðu þeir Grimms-bræður,
Jakob og Vilhjálmur, til þess að færa þjóðsögur i letur,
eins og þær voru orðaðar af muuni þjóðarinnar; gáfu þeir
svo út hið nafnkunna æfintýrasafn sitt í þrem bindum
(Kinder-u. Hausmarchen, Berlín 1812—1822), og hefir síð-
an það safn orðið bæði undirrót og fyrirmynd ótölulegra
æfintýrasafna og þjóðsögusafna, er út hafa komið síðan,
bæði hjá Þjóðverjum og flestum öðrum þjóðum. Um miðja
öldina söfnuðu þeir Jón Árnason og Magnús Grímsson ís-
lenzkum þjóðsögum og æfintýrum; er það eitt með beztu