Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1914, Blaðsíða 99

Skírnir - 01.04.1914, Blaðsíða 99
Ritfregnir. 211 úrelt. Hins vegar hefur útgefandinn aukið við mjög miklu efni, meðfram af því að hann hefur getað notað íms kvæði og vísur,. sem ekki vóru kunn, þegar Svb. samdi bók sína. Hann hefir og aukið við eiginnöfnum, sem firir koma hjá skáldunum, og er það mikill fengur. Samt sem áður er heftið talsvert stittra en tilsvar* andi kafli í frumriti Sveinbjarnar; heftið er 160 bls. og endar á fyr; þar til svara í útgáfunni 1860 214 bls. Þetta kemur eink- um af því að útgef. miðar allar tilvitnanir við áðurnefnt rit sitt, »Den norsk isl. skjaldedigtning<(, og sparar það honum mikið rúm í tilvitnununum. Hver sem vil! hafa fult gagn af þessari níju orðabók verður því að hafa nefnt rit til hliðsjónar. I frumriti Sveinbjarnar eru allar þíðingar á latínu enn í þess- ari níju bók á dönsku. Higg jeg, að það sje til ljettis firir flesta sem nota bókina, því að nú fækkar óðum þeim, sem skilja vel latínu, og get jeg þó ekki að því gert, að jeg sakna latínunnar. Þíð- ingarnar eru greiðar og gagnorðar og ifirleitt rjettar og nákvæmar, þó að sumar geti verið nokkrum vafa bundnar, þvi að mart er það í fornum kveðskap, sem ekki hefur enn verið skírt til hlítar. Yæri freistandi að nota tilefnið til að taka ímsa slíka staði til meðferðar, enn rúmið leifir það ekki í stuttri ritfregn. Ifir höfuð að tala virðist þetta hefti, sem út er komið, vera leist af hendi með hinni mestu nákvæmni og samviskusemi. Prófarkir eru vel lesnar; jeg hef ekki tekið eftir annari prentvillu enn Halld Rannv. á bls. 41 b5, sem ætti að vera H Rannv eftir heimildaskránni aftan við heftið. Pappír og allur frágangur í besta lagi. Jeg enda þessar línur með einlægri þökk til útgefandans firir það sem út er komið af orðabókinni, og óska þess af heilum hug, að honum megi auðnast að leiða hana til góðra likta og leggja þar með smiðshöggið á alt hið mikla og góða starf, sem hann hefur haft firir kveðskap fornskáldanna. B. M. Ó. Bertha S. Phillpotts: Kindred and Clan in the Middle Ages and after. A Study in the Sociology of the Teutonic Races. Cam- bridge 1913. Verð 10 s. 6 d. Höfundur þessa rits, hin enska fróðleikskona Bertha S. Phill- potts, meistari að nafnbót, er mörgum íslendingum að góðu kunn, því að hún hefir ferðast mikið hjer um land og talar og skilur tungu vora betur enn flestir útlendingar. I bók þeirri, sem hjer ræðir um, hefur hún valið sjer hugðnæmt viðfangsefni, að skíra frá samheldi og samábirgð ættbálksins til forna og ifir höfuð að gera mönnum ljóst, hverja þíðing frændsemin hafði, eigi aðeins á íslandi heldur og meðal annara germanskra þjóða, í Noregi, Svíþjóð, Dan- mörku, Norður-Þískalandi, Hollandi, Belgín, Norður-Frakklandi og 14*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.