Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1916, Page 24

Skírnir - 01.12.1916, Page 24
360 Edda í kveðskap fyr og nú. [Skírnir Edda prýðir, allir lýðir segja, en hana að brúka of mjög er eins og tómt að éta smér. Sveinbjörn Egilsson vissi vel, hvað hann söng, þar senr hann bæði var allra manna eddufróðastur, skáld sjálfur og bar svo gott skyn á það, er fagurt er og vel á við,. að ávalt helir því verið viðbrugðið, þá er á það er minst, hversu fallegt mál hann ritaði. Hann segir í vísunni, að sú sé skoðunin almenn, að edda prýði, og má þá jafn- framt minnast á það, er Sigurður Breiðfjörð segir í for- málanum fyrir Xúmarímum, að eddu eigi að nota til prýði í kveðskapnum, en skáldið eigi ekki að nota hana til að gera sér kveðskapinn auðveldari, og verði sá ekki kall~ aður skáld með réttu, er til þeirra ráða verði að grípa. En að öllu má of mikið gera, og svo er um það, að nota edduna, og líkir Sv. Eg. því við það, að éta tómt smjör. Að edda prýði var þá almenn skoðun á hans dögum og hafði verið öldum saman fyrir hans daga, og á eg hér við tímann eftir 1400. Rimnaskáldin notuðu eddu óspart og kunnu eddu og léku sér að þessari prýði í rímunum,, fóru þar »á kostum hreinum«, og sá þótti jafnan snjall- astur, er dýrast kvað og smellnastur var og tilþrifamest- ur í því, að nota edduna, fornyrðin og sérstaklega kenn- ingarnar. Fólkið tók þessum kveðskap opnum örmum.. Rímurnar voru lesnar og lærðar og kveðnar við raust á kveldvökunum á vetrum á bæjunum fyrir heimilisfólkinur er það var alt komið saman og sat við vinnu sína. Sá heimilismaðurinn, sem kvað rímur (eða las sögur), varð svo sem »hrókur alls fagnaðar« fyrir heimilið, og þótti ekki einskis nýtur eða óþarfur maður á kveldvökunumr þótt hvorki sæti hann með kamba né prjóna eða við vefnað. Kveldvökuvinna hans var engu síður metin góð og gagnleg, en vinna annars heimafólksins, þvi að þá er hann kvað (eða las sögur), einkum þá er hann kvað,, færðist líf og fjör í fólkið og vinnan gekk miklu betur. Fólkið syfjaði síður á hinum löngu kveldvökum eða alls ekki. Kambarnir tættu kappsamlega ullina hvor úr öðr-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.