Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1916, Page 43

Skírnir - 01.12.1916, Page 43
• Skirnir] Dúna Kvaran. 379 Einn morgun síðast í júní sat Dúna Kvaran i garði sínum að Bólstað og var að lesa nýjasta rit Romain Rol- land’s, Jean-Christophe, sem húu hafði fengið fám dögum áður í sumargjöf frá einni vinkonu sinni í París, franskri stúlku, sem hafði heyrt hana minnast á íslenzka siðinn, að fagna vori með gjöfum. Hún sat og var að lesa í fjórða bindinu, um Antoinette, þegar hún heyrði skyndi- lega liófadyn, sem bar að gerðinu. Hún hélt áfram að lesa og leit ekki upp, fyr en riddarinn kom fyrir hliðið, með hestinn í taumi. Þegar Dúna sá; hver hann var, lagði hún frá sér bókina og gekk á móti honum. »Hvað það er vænt af yður að koma og heilsa upp á okkui', herra Laxdal«, ávarpaði hún hann. »Eruð þér kominn til að taka héðan landslags myndir?« »Nei, ég er kominn til að veiða lax«, svaraði málar- inn — og nú tók hún eftir stönginni, sem hann hafði á bakinu. »Hafið þér gleymt, ungfrú Kvaran, að þér lof- uðuð að sýna mér helztu flugu-hyljina í ánni?« »Mér þykir leitt, ef ég hefi gert það«, anzaði Dúna Kvaran, með örlítinn snert af hæðni í brosinu. »Af öll- um mínum unaðsemdum held ég, að laxveiði sé ríkust, — einkanlega í nýrri á. En hálf ánægjan felst í því, að af- hjúpa leyndardóma vatnsins Einn nýr og aðlaðandi hyl- ur fær mér meiri unaðar, er ég viss, heldur en iðrun eins syndara fær englunum á himnum«, hló stúlkan í hálf- gerðum galsa, sem hún hafði teygað að sér með vorsin3 megnu morgunangan. »Auðvitað eruð þér ekki bundin við loforð yðar«, sagði málarinn, hálf-móðgaður, hálf-kurteis. »Auðvitað er ég það«, sagði Dúna Kvaran, »je suis prcte«. Málarinn rétti henni höndina. »Eg ætla að fara að heilsa upp á skyldfólk mitt í næsta dal. Ég kem aftur á morgun«. Hann steig á bak. »Sælar, ungfrú Kvaran«. »Sælir«, sagði hún og veifaði hendinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.