Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1916, Blaðsíða 45

Skírnir - 01.12.1916, Blaðsíða 45
'Skirnir] Dúna Kvaran. 381 Hún reið fram í dalbotn og sté af baki hjá fossinum. Þar stóð hún um stund og blíndi inn í þyrlandi dans af glæfralegum stælingum á silfri og perlum. En brátt dró annað að sér athygli hennar: dalurinn fyrir neðan með mjóa ána líkt og sláandi kristallsæð, smá og friðsamleg bóndabýlin á víð og dreif, dvergsmátt bændafólkið á eng- inu, hjarðir á beit, blómskrúðið um alt. Hún opnaði faðminn móti dalnum, allur heimurinn fanst henni eins og stóreflis höggmynd, þar sem hún sjálf væri líkneskið, ■en allir aðrir hlutir væri grópmyndir á hennar volduga fótstalli. Hún vildi njóta þessarar pentiiegu sjónar alla leið heim. Hún vissi af fjárgötu sem lá fram með fjall- inu, hátt uppi í hlíð. Þessa leið kaus hún. Hún steig á Þak og reið af stað. Öngvegið gekk hærra og hærra upp á við unz það að lokum bar að kleif sem varð að djúpu gjögri neðan til. Dúna Kvaran hljóp af baki og lét klárinn kasta mæð- inni áður en hún riði niður eftir. Augnaráð hennar stað- næmdist við tvær stóreflis hvannir í miðju þverhnípinu, sem hún starði á langa hríð. Hún gat ekki haft augun af þessum feikna jurtum sem uxu út úr gróðurlausu berg- inu, með afar-digrum stönglum, smaragðsgrænum. Það var kynlegt að sjá þessar jurtir hér. Það var kynlegra að hugsa sér þær fluttar. Þær gerðu umhverfið lifandi. Bergið dró andann gegnum þessar hvannir. Þegar Dúna loksins leit upp, kom hún auga á mann sem hafði komið ofan fjallið og reið niður kleifina. Hún þekti þar dr. Ingvar Espólín. Doktorinn sté af baki um leið og Dúna stóð upp. »Þér hér, Dúna Kvaran, á þessum eyðilegu stöðvum!« »Eg hefi fundið dásamlegustu hvannir sem eg hefi séð á æfinni. Lítið þér á, þarna niðri!« »Er það ekki undarlegt!« sagði hinn ungi maður og settist niður. Dúna stóð sem áður. »Eg þarf að lofa klárnum að blása«, sagði læknirinn. Dúna sagði ekki neitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.