Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1916, Síða 51

Skírnir - 01.12.1916, Síða 51
Skirnir] Dúna Kvaran. 387 hendi guðs. Hann þrýsti vörum sínum að klettinum, sem hann var að skilja við og, með spyrjandi umli, sem steig eins og flögrandi reykur upp af brennandi hjarta hans, hvislaði og hvíslaði hann af nýju: »Hvernig gat hún gert það, hvernig gat hún gert það?« .... Hann lét fallast niður á beðinn, sem hún hafði búið honum. Hann lá ósjálfrátt kyr allra fyrsta og sárasta augna- blikið, og naut kvala sinna. Þá reyndi hann að standa upp og rétta henni klæðin, en gat ekki fyrir sársauka. Hann kastaði til hennar fötunum og lagðist svo niður aftur. Báðir fótleggir hans voru brotnir — en lífi hans yar bjargað. Dúna Kvaran stóð full-klædd fyrir framan hann og spurði hvernig honum liði. Hann gerði ekki nema brosa. »Þér getið ekki staðið upp?« spurði hún. »Ekki enn«. »Elg ætla að ríða af stað og sjá um, að þér verðið1 fluttur heim«. »Eg þakka yður«. Dúna Kvaran breiddi yfir hann reiðfötin sín og söð- ulklæðið, og reið heim. Næsta kvöld lá dr. Ingvar Espólín í rúmi sinu í litla tigla-húsinu og kinkaði brosandi kolli til starfsbróður síns, læknis úr næsta héraði, sem móðir hans fylgdi til dyra. Þegar hún kom inn aftur, settist hún niður við glugg- ann og tók af nýju upp sauma sína. »Þú fær að halda á þolinmæðinni, drengurinn minn. Þú verður að liggja lengi í rúminu«. »Mestalt sumarið, hugsa ég, mamma«, svaraði hinn ungi maður með rósemi. »Þú ættir ekki að halda þennan hest, Ingvar, hanm getur hnotið með þig öðru sinni«. »Já, ég er að hugsa um að farga honum«. 25*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.