Fjölnir - 01.01.1838, Blaðsíða 24

Fjölnir - 01.01.1838, Blaðsíða 24
24 Rússa og afskjiptaleísis annarra sambanzmanna. Enn þetta er upphaf brjefsins: Ilerra! Jar sem eg dirfist að bera upp bæn mína firir þann mann, er bæði er ríkur eíuvalzhöfðíngji og mikjill her- maður, ogþó eínkanlega veriularmaður mannlegra rjettinda: j»á ber það til, að mjer er gagnkunnur ilreíngskapnr ið'var og göfugliiuli. Eg beíðist þriggja líluta. Sá er liinn firsti, að |)jer heítið sjerlivurjum Sljettumamii fullum friöi og griðum, og að bændur þeír, sem úr landi hafa stokkjið, og dreífðir eru víðs vegar, sjeu frjálsir, ef þeír leíta sjálfviljandi heímila sinna. Sú er önnur bæn, er eg vil biðja iöur, herra! að þjer gjörist sjálfur konúngur Sljettumanna, og veítið þeím stjórnarbót og frelsi líkt og á Eínglaudi er, enn skólar sjeu settir handa bænd- nnum, og ljett af þeím ánauð á 10 vetra fresti, og látnir eíga lönd sín með frjálsu. Nú ef þjer veítið mjer þessa hluti, þá skal eg ekkji dvelja, þótt eg sje mjög vanheíll, að falla til fóta hátign iðvarri, og tjá iður þakkiæti mitt, og sverja iður hollustu firstur manna. Og ef menn hjeldi mig færan um, að starfa það nokkuð, er að notum mætti verða, skjildi jeg þegar skuuda heíin á Sljettu- mannaland, til að þjóna fósturjörðu minni og höfðingja mi'num sæmilega og trúlega. Ilin þriöja bæn, herra! snertir ekkji lönd og líði, enn þó er hjarta mími mjög annt um liana. Maður heítir Zeltncr, sveísskur, og hefir verið sendiherra Sveíssa hjer á Frakklandi. Með honum hefi jeg dvalizt 14 ár, og á honum mikjið gott upp að inna. Enn við erum fátækjir báðir, og liann hefir fjölskjildu mikla. Eg beíðist sæmilegs embættis handa honum — annaðhvurt á Frakklandi í hinni niu stjórn, eður á Sljettu- mannalandi. Ilann er maður vel að sjer, og jeg ábirgjist ráðvendni hans, o. s. fr. Á Berville, 9. dag apríla 1814. Kosciuszko.

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.