Ný félagsrit - 01.01.1862, Síða 3
13M STJORNARMAL ISLANDS.
3
fylkjaþíngin voru sett. íslandi var œtlab aí> vera sem eitt
fylki í Danmörku, vera undirlagt sömu grundvallarlögum
og Danmörk, hafa nokkur atkvæði á þíngum Ðana, en
a& öfcru leyti halda alþíngi sem einskonar amtsrábi. Jafn-
framt þessu var stjórnin og ríkisþíngiö í Danmörku sam-
rába í, ab taka a& sér atkvæ&isrétt þann, sem e&lilegt
var a& alþíng hlyti í fjárhagsmálum landsins, bæ&i um
tekjur og útgjöld. jiegar þetta var í bruggi voru íslend-
íngar me& miklum áhuga á stjórnarmáli sínu, og fældust
hvorki fyrirhöfn né kostna&; þeir unnu og þa& á, a&
bægja af sér slíku stjórnarformi, sem mundi hafa svipt
landib öllu þjó&legu frelsi og lagt þa& alveg undir atkvæ&i
ríkisþíngs í Danmörku um lángt tímabil. þó a& ekki
áynnist neitt þá þegar í stjórnarmálinu, nema snuprur
einar, þá lei& ekki á laungu fyr en jafnvel stjórnin sjálf
sá, a& ekki mátti svobúib standa ab öllu leyti. þegar
þa& fyrirkomulag, sem stjórnin haf&i lagt svo mikib kapp
á a& framfylgja, ekki gat fengib framgáng, þá var& hún
þó a& vi&urkenna, a& hitt, sem á&ur var komi& á, væri
a& eins til brá&abirg&a, me&an ekki væri fullákve&ib um
stjórnarskipunina á Islandi, e&a a& Islands hluta. þar
me& varb þa& a& fylgja, a& vi&urkenna ri tt vorn í ein-
hverjum hlut, og sú vi&urkenníng kom heppilega fram á
verzlunarmálinu, þó alþíng nyti ekki þar vi& síns rá&-
gjafar atkvæ&is a& fullu. I löggjafar málunum varb sú
tilhli&ran, a& gjöra kosníngarlögin frjálsari og a& gefa
hinum íslenzka texta laganna fujlt gildi me& undirskript
konúngsins, sem alþíng haf&i svo opt be&ib um. Um
stjórnarmáli& sjálft hefir verib meiri treg&a, og í fjárhags-
málinu hefir stjórnin á ymsar sí&ur skotib fram uppá-
stúngum og smávegis tilbo&um, sem alþíng hefir ekki
getab tekib á móti.
1