Ný félagsrit - 01.01.1862, Síða 25
13M FJARHAfíSMALID.
25
frá þeirri hlib, ab ísland nyti sanng,jams rettar af vib-
skiptum sínum vib Danmörku, þegar fjárhagurinn væri ab-
skilinn. þeir sem hafa lesib rit þessi meb athygii, og
einkum ritgjörbirnar um fjárhag Islands, munu ekki finna
hér neitt sérlegt nýtt, en vér vonum þeir fái nýja styrk-
íng fyrir því, sem ábur er sagt, og vér álítum þab mik-
ils virbi, ab bæbi alþíngismenn og abrir viti, hverjar kröfur
vér höfum og hvern rétt, hvort heldur alþíngi þykir ráb
ab halda þessum rétti sem fastast, ebur ab sleppa honum,
eba ab láta slaka til um stundarsakir, til þess ab losast
vib þá skablegu annmarka, er fylgja því ásigkomulagi sem
nú er, og vinna heldur til ab kaupa sjálfsforræbi sitt dýr-
ara og ab ná því sem fyrst.
þab atribi, sem fyrst verbur á vegi fyrir oss í þessu
máli, er þab, sem fyr var getib, ab eptir áætlunum þeim
og ríkisreikníngum, sem lagbir eru fram á hverju ári af
hendi stjörnarinnar á ríkisþínginu í Danmörku, þá vantar
hérumbil 20,000 dala, auk eptirlaunanna, til þess, ab
tekjur þær, sem Islandi eru taldar, hrökkvi fyrir útgjöldum
landsins. Vér höfum nú opt hreyft þeirri spurníng, hvort
þetta gæti verib byggt á réttum reikníngum, og svarab
því á þá leib, ab þab hlyti ab vera öldúngis rángt, og ab
réttur reikníngur mundi sýna, ab tekjur Islands meb þjób-
eignum þess seldum og úseldum mundi vera kappnögar
fyrir útgjöldum, svo ab Danmörk hefbi verzlunina á Is-
landi og ágóba hennar umfram. þegar nú málib á ab
rábast til lykta, er enn meiri þörf á ab gjöra sér þetta
atribi Ijóst, og ab komast ab niburstöbu í því, hvernig á
þessu standi, og hverjar kröfur hér geti komib til greina
af hvorutveggja hendi.
Meban ab konúngs verzlanin stób , einkum á síbara
hluta átjándu aldar, og fram á þessa öld, var ekki greini-