Ný félagsrit - 01.01.1862, Page 30
óo
UM FJAHH4GSMAI.ID.
mörk. og hefir allan .jafnan rett til ab koma fram mei)
kröfur sínar.
þafe er eins í þessu efni og annars, ab mabur lærir
mest af ab rannsaka hversu máli þessu hefir verib hagab
frá upphafi, þegar land vort gjörbi samníng vib Noregs
konúng, og síban fram eptir tímunum þar til sem nú er
komib, því meb þessu móti getum vör bezt séb, hversu
því er varife og hversu þab ástand er undir komib sem
nú er, einsog líka hitt, hverjar vonir vér munurn geta
gjört oss um aö fá réttíng vorra mála.
þegar Íslendíngar sömdu gamla sáttmála vib Hákon
konúng og gengu á hönd honum og Magnúsi konúngi
syni hans (1262—64), var samband íslands vib Noreg
öldúngis frjálst, svo ab Islendíngar höfbu fullt sjálfsforræbi
í sínum máluin, en höfbu konúng sama og Norbmenn, þó
svo, ab þeir áttu frjálsan rétt ab slíta sambandinu ef
konúngur héldi eigi sáttmálann. Er þab ljósastur vottur
þess, ab þeir gjörbust eigi hábir Noregi eba Norbmönnum.
þó þeir tæki þann konúng yfir sig sem í Noregi var. I
fjárhagsefnum var þannig til hagab, ab Íslendíngar guldu
konúngi skatt, 10 álnir hver sá bóndi, sem átti lausafé
tíundbært tiltekib meira en fólkshaldi hans svarabi, en
konúngUr lagbi aptur á móti þau hlynnindi, ab hann
sleppti Islendíngum í hag nokkrum af konúnglegum tekjurn
sínum í Noregi, og skuldbatt sig til þar ab auki ab sjá
um abflutnínga næga til Islands af naubsynlegum varníngi.
Nokkrum árum síbar (1271) játubu Íslendíngar konúngi
þegngildi, eba bótum þeim, sem gjalda skyldi fyrir víg
konúngsþegna. þarmeb hélzt einnig vib hib forna þíng-
fararkaup, 10 álnir af hverjum þeim bónda, sem svo var
efnabur ab gjaldib næbi til hans. Ef vér tökum þetta
saman, þá var svo varib vibskiptum konúngs og þegn-