Ný félagsrit - 01.01.1862, Page 43
LM FJARHAOSMALIB.
43
í verzlan sinni, og ver&lag á allri vöru sett upp meí)
föstum lögum. Her er því tilgángurinn augljós: af) út-
vega Dönum einum, og einkum Kaupmannahafnarbúum,
hlynnindi og verzlunarábata, sem þeim var ömögulegt
ab fá mef) öbru móti, og ab útvega þeim þetta á ís-
lands kostnaf), hvaf) sem íslandi leif). Stjórnarrábstöfun
þessi var innleidd í landif) mef) ofbeldi, þvert ofaní mót-
mæli og kvartanir Islendínga á hverju ári, og án þess
því væri gefinn nokkur gaumur, þó húngursóttir og
húngursdaubi drifi yfir landif), af því naufisynlega abflutn-
ínga skorti.1 Ofbeldif) sýnir sig í því, ab hús þýzkra
kaupmanna, sem þeir áttu á Islandi og voru löglega ab
komnir, voru rifin nibur meb valdi eptir skipun konúngs
og án dóms og laga. Oréttur sá, sem Island leib, og
fjártjón, er augljóst fyrst beinlínis af því, ab allar abflutn-
íngsvörur hækkubu í verbi um 152 til 304 af hundrabi,
þab er þrefalt fjórfalt, en varníngur landsmanna lækkabi,
og einkum landvaran; þarnæst óbeinlínis af því, ab öllum
atvinnuvegum landsins hnignabi, einkum jarbrækt og fiski-
veibum, en þar af leiddi aptur, ab jarbirnar sjálfar rýrn-
ubu og eyddust, afgjöldin mínkubu, almenn örbirgb lagb-
ist á þjóbina, fólkib á landinu týndi tölunni jafnt og þétt.
’) Bænarskrár nokkrar af fslandi frá þessum árum eru prentabar í
Safni til sögu íslands II, 232—237. I bænarskránni 1604
stendur: — „vér erum og í mesta máta áþjábir meb óþolan-
legum og övenjulegum kaupmannskap, sem nokkrir af hinum
dönsku kaupmönnum hafa rekib hjá oss um næstu tvö eba þrjú
ár; hafa þeirra abflutníngar verib miklu mirini, en þörf landsins
krafbi og varnfngur miklu dýrari en nokkru sinni heílr hér ábur
verib“ o. s. frv. — Á árunum 1602—4 féllu í Hegranes þíngi
(Skagaflrbi) 8 hundrub manna í harbrétti og húngursóttum. Svo
hafa menn reiknab, ab um allt Island hafl á þessum þrem árum
fallib níu þúsundir manna. Annáll Björns á Skarbsá II, 42 44.