Ný félagsrit - 01.01.1862, Side 101
VERZLUNARSAGA.
101
manna og atvinnubrögíium sé komib í slíkt örverpi,
sem var til skams tíma, svo litlu munar enn fram til
hins betra sfóan afe haglegri skipan komst á verzlun
landsins. Verzlunarsaga Islands er lykill ab þessu.
f><5 heíir enginn híngab til ritaS verzlunarsögu lands-
ins, svo ab hlítandi sé í nokkurn stab. Nú meö því aö
betra er aÖ veifa röngu tré en öngu, unz annar færari maör
tæki ab sér þetta vandaverk, þá kynni nokkrum ab þykja
þaö ekki úfrúölegt aö taka fyrir nokkur hin helztu atriÖi
úr sögunni, og rannsaka þau eptir föngum. Eg hefi aö
sinni kosiÖ til þessa tvö atrifei: annars þeirra hafa menn
ekki gætt híngaötil, en hitt hafa menn, aí> mínu viti, ekki
skiliÖ rétt. Eg mun nú ræöa um hvert sér í tímaröÖ.
I.
Igamla sáttmála, þegar landsmenn gáfust undir Noregs-
konúng (árin 1262—64) eru tvær greinir er lúta aÖ verzlun:
í 4. grein sáttmálans er svo mælt fyrir: „at sex hafskip
gangi á hverju ári til landsins forfallalaust“ *, og í 6. gr.:
„landaurar skulu uppgefast“. Hin fyrri greinin var endr-
nýjuö í sáttmála Íslendínga viö Hákon konúng hálegg 1302* 2,
og enn aptr 1319 viö hin næstu konúngaskipti3, en hinni
síöari um landaurana er sleppt hvorttveggja skiptiö. þetta
kemr auÖsjáanlega ekki af því, aö menn vildi hafa þessa
grein felda, heldr af hinu, aö hún þútti sjálfsögö, en því
*) Lagasafn I, 11; Dipl. Jsl. I, 635. X fyrsta frumvarpl sátt-
málans ár 1262 hljóöar hin fyrri greinin svo: „skulu sex skip
ganga af Noregi til Islands tvö sumur hin næstu, en þaöan í
frá sem konúngi og hinum beztum bændum landsins þikir hent-
ast landinu“. Sjá Dipl. Isl. I, 620.
*) Lagas. I, 23—24.
3) Lagas. I, 32-33.