Ný félagsrit - 01.01.1870, Side 23
Um stjórnarmálið.
23
á íslandi eru hérurabil 100 Danir móti hérumbil 70,000
Íslendíngum, og þessir hundrab Danir hafa full not af
lögunum |)ó þau sé á Islenzku, en ekki einn einasti
Íslendíngur hefir meiri not af þeim þ<5 þau sé á Dönsku.
Á fslandi ætti því engin lög ab vera birt hébanaf nema
á Islenzku.
14. Frumvarpib fer fram á, ab lýsa öll skulda-
skipti á enda kljáb milli ríkissjóbsins og íslands, án þess
ab alþíngi hafi gefizt kostur á meb nokkru móti ab rann-
saka þessi skuldaskipti eptir reikníngum, framlögbum ab
tilstilli stjórnarinnar og rannsökubum ab tilstilli alþíngis
af hendi Íslendínga. þab er fróblegt ab heyra konúngs-
fulltrúa af hendi Dana fullvissa okkur um, ab „réttur
reikníngur muni sýna allt önnur úrslit, og ab þab mundi
verba íslandi til mikils skaba, ef réttur reikníngur ætti
ab leggjast til grundvallar vib abskilnab fjárhagsins”,1
þegar vér höfum sannanir fyrir miklu hærri kröfum en
vér höfum enn komib fram meb, og stjórnin, sem hefir
alla reikníngana sjálf í höndum, hefir játab, ab vér eigum
kröfu til fastra árgjalda einmitt fyrir þær greinir sem
vér höfum tekib fram, og enginn hefir enn getab mætt
kröfum vorum meb öbru, en meb gagnkröfum um tillög
til hers, flota og ríkisskulda — tiliagskröfum til þeirra
hluta, sem vér höfum aldrei átt þátt í; eba hvenær hefir
íslandi verib ánafnabur hluti í ríkiseignum í Danmörku,
eba annarstabar í löndum konúngs, nema einmitt á íslandi
sjálfu ? — þar eru konúngs eignir landseignir, og hafa ætíb
verib, sem votta landsreikníngarnir á hverju ári.
15. Til þess ab gjöra ójafnabinn í reikníngaskipt-
unum ennþá augljósari, þá fer frumvarpib enn fremur
*) Alþtíð. 1869. I, 516.