Ný félagsrit - 01.01.1870, Page 24
24
Um stjórnarmálið.
fram á, aí> ríkisþíngi& skuli fá eptirrit af reikníngi íslands
á hverju ári, me&an árgjaldiS helzt vi&. þegar nú ár-
gjald þetta er íslands réttileg eign, en alls engin ná&ar-
gjöf, og reikníngurinn þar að auki eptir öllu e&Ii sínu,
hvernig sem sko&a& er, a& meira hlutanum Danmörku
úvi&komandi, enda yr&i auglýstur á prenti á hverju
ári, þá mun hverjum einum au&sætt, a& þetta er fáheyrð
ofdrambs krafa, er þa& nú þegar þar undir felst sá
ásetníngur, ekki a& hækka árgjaldib eptir þörfum íslands,
heldur einmitt a& draga úr því e&a svipta því, svo framar-
lega sem nokkur framför í efnahag yr&i sýnileg á íslandi.
16. Frumvarpið sýnir, a& stjúrnin vill enn byggja
á því, sem er svo þráfaldlega neitað og margsannað af
vorri hálfu a& vera rángt, aö grundvallarlög Danmerkur
ríkis 5. Juni 1849 sé lögleidd á íslandi, og hi& sérlegasta
er, a& stjúrnin byggir á þessu eptir a& komin eru önnur
grundvallarlög (18. Novbr. 1863), sem aldrei hafa verið
lögð fram á Isiandi og aldrei birt og aldrei lögleidd; og
á þessu vill stjúrnin byggja jafnframt því, sem hún er
sjálf a& Ieitast vi& a& semja vi& alþíng um, hvort og
hvernig þessi grundvallarlög (frá 1849) skuli gilda, og
hvernig þau eigi a& komast á, svo a& hún þarmeð játar
sjálf berlega, a& þau sé ekki gildandi.
17. Hið sí&ara frumvarpiö (stjúrnarskrár frumvarpið)
byggir á hinu fyrra, og stendur þessvegna á heimildar-
Iausum og skökkum grundvelli. þa& er þar að auki
ætlazt til a& ver&a úbeinlínis í lög leidt e&a fellt af þíngi
í Danmörku, sem hvorki hefir neitt löggjafarvald yfir
íslandi og ekki heldur neina þíngmenn, sem sé kosnir af
vorri hendi e&a til svara fyrir oss, og er því einnig í
þessu tilliti heimildarlaust.
18. þetta frumvarp fer fram á a& takmarka fjár-