Ný félagsrit - 01.01.1870, Side 37
Um stjórnarmálið.
37
mál þess nú undir ríkisþíngifr í Danmörku, þaö er aö
segja undir útlenda stjúrn, sem ekkert þekkir hagi
landsins? — Eöa ab það sé rétt, aö leggja á Island duglega
há tollgjöld, af því landinu sé svo mjög aptur fariö? —
þaö er líklega djarft aö spyrja, hvort sumar ræöur hinna
konúngkjörnu manna sé haldnar í fullri alvöru; en þaö
er ástæÖa til aö spyrja: Er þaö eptir þeirra skoöun hiö
æösta gúöa sem þeir mæla meö, eöa hiö minnsta illa ? —
Er skoöun þeirra á stjúrnarmálunum runnin af útta fyrir
stjúrnarvaldinu, og arfur frá einveldis og einokunar tímun-
um, eöa er hún sprottin af frjálslyndi mannanna sjálfra
sem þeir eiga mest í eigu sinni ? — Er hún alin af
mentun vib háskúlann í Kaupmannahöfn, e&a fylgir hún
meö embættunum? Menn munu svara þessu ýmislega,
hver eptir sínum hugsunarhætti; en til þess aö gjöra
ræöur þessar öldúngis áhrifalausar á þíngmenn þurfti
ekki annaÖ, en húgværleg orö þíngmannsins úr Suöurmúla
sýslu, sira Siguröar prúfasts Gunnarssonar, þar sem
hann sagÖi:
„Sumir hafa spáö, hvernig fara muni, ef þíngiÖ
aöhyllist eigi stjúrnarfrumvarpiö, þá muni stjúrnin fara aö
leggja á oss skatta, eöa setja oss þau sambands- og
stjúrnarlög, sem henni þúknast. þessir menn geta ills til
stjúrnar vorrar, og þykir mér þaö eigi hæfa. Stjúrnin
getur eigi Iagt á oss skatta, nema því aÖ eins, aö
hún legöi áöur frumvarp um þaö fyrir alþíng. Nú má
gjöra ráö fyrir aö alþíng ráöi frá, aö þaö væri gjört aÖ
lögum; legöi stjúrnin skatt á engu aö síður, þá færi hún
aö sem haröstjúrar, er eigi sæta lögum. j>á get
eg eigi heldur hugsaö mér, aö stjúrn vor þraungvi uppá
oss stjúrnarlögum; þaö væri og haröstjúra háttur. Fyrir
slíku gat nefndin eigi gjört ráð. Vér trúum, aö vér