Ný félagsrit - 01.01.1870, Page 144
144
Um stjórnarniálið.
sömu heimildar, nema meí) berustu dréttindum. En þaí)
var samt fullkomlega í þessum anda, afe í 1. gr. stjórnar-
frumvarpsins er þannig komizt afe orbi: „Grundvallarlög
Danmerkurríkis 5. Juni 1849, sem tengd eru vi& lög þessi,
skulu vera gild á Islandi.“ — Eigi a& sí&ur er jafnframt me&
berum or&um upp kve&i& í ástæ&um frumvarpsins, a&
grundvallarlögin sé búin ab fá fullt lagagildi á íslandi
fyrir undirskript konúngs, og fyrir þá sök geti þau ekki
komib undir umræ&u e&a ályktaratkvæ&i fundarins, heldur
a& eins þær frumvarpsgreinir, sem nau&synlegar sé til þess
a& gjöra hina innri stjórnarskipun Islands samhljó&a grund-
vallarlögunum. j>a& er og játa& hreint og beint í fyr-
nefndum ástæ&um, a& margar greinir sé í grundvallar-
lögunum, sem enginn kostur sé a& koma vi& á íslandi
á þann hátt, sem í lögunum segir; en þó skyldi me&
engu móti mega skilja úr greinir þessar vi& löglýsíngu
þá, er hér var krafizt. Hér lágu þá fyrir svo vaxin lög,
a& í útkomu þeirra var a& eins fullnægt skilyr&um hinnar
eldri dönsku stjórnarskipunar, og þó engu sí&ur ætlazt
til, a& þau skyldu vera gildandi fyrir hina íslenzku þegna
konúngs; þar næst skyldu þau fyrst ö&last gildi me& til-
liti til íslands fyrir tilhlutun þeirrar samkomu, sem bann-
a& var a& taka efni þeirra til umræ&u, af þeirri ástæ&u,
a& þau væri þegar búin a& fá lagagildi á íslandi; og
loksins var löglýsíng þeirra í rá&i, þó löggjafinn játa&i
sjálfur í sömu andránni, a& ekki yr&i fari& eptir lögum
þessum nema í sumum greinum. f>a& var engin fur&a,
þó a& framlaga slíks frumvarps kæmi hinum íslenzka
þjó&fundi í berhögg vi& hina dönsku rá&gjafastjórn; og
því var þab, a& konúngsfulltrúinn, til þess a& stýra undan
har&skeyttu áfellisatkvæ&i, hleypti upp þínginu á&ur en
þíngmönnum gafst kostur á ab ræ&a frumvarpib. A& rofnu