Ný félagsrit - 01.01.1870, Page 162
162
Um ttjórnarmilið.
sama ríki, og með því fjárvörzlustjdrn ríkisins er fyrir
bába jafnt og á a& vera þa& framvegis, þá verliur þar eptir
ab haga skattgrei&slunni þannig, ab hún samsvari hinum
tilfinnanlegu eptirköstum af því, sem áfcur hefir aflaga
farib; en h e r, aí> því er Island snertir, er svo vi& vaxiíi,
ab eitt land í ríki hefir haft annab land í sama ríki
til afnota um afarlángan tíma, og á þessum afnotum geta
menn ekki annab en haft fastan augastaí), þegar þafc er í
rá&i aö bæ&i löndin gjöri fullkomiun ijárhagsa&skilnab sín
í millum. Eigi tjáir heldur aii berja því vii), ai) íslandi
sé nógsamlega í vilnab, þar sem þab er Iaust vib öll fjár
framlög til Danmerkur ríkis. því hvab lætur ríki þetta
Islandi í té, sem sé þess vert, ab þar komi gjöld í móti?
— Hefir landib nokkurntíma átt þá útlenda óvini, ab þab
gæti vænt sér libveizlu mót þeim af dönskum landher eba
flota? — þab hefir sýnt sig, ab floti Dana gat hvorki varib
ísland fyrir reyfurunum frá Alsír, sem ræntu þar árib
1627, né heldur fyrir hinum aubvirbilega flagara Jörgen
Jörgensen, sem setti sig yfir landib 1809; þab eru og
miklu fremur frakknesk herskip heldur en dönsk, sem
halda reglu yfir hinum fjöldamörgu fiskiskútum frá Frakk-
landi, er gjöra íslandi svo mikinn yfirgáng á ári hverju.
Lífeyri konúngs er eydt í Danmörku; til ab heyja dönsk
stríb, og til ab leggja danskar járnbrautir, eru stofnub ríkis-
lán; meb hverjum rétti ætti þá ísland ab skyldast til ab
taka þátt í þeim álögum, sem þar ab lúta? — Ekki er
heldur ennþá orbib neitt kunnugt um þab, ab Dönum hafi
til hugar komib ab skipta meb íslandi þeim mörgu millj-
ónum, sem þeir fengu fyrir aflausn Eyrarsundstollsins; því
er þá Danmörk svo fús ab skipta útgjöldunum og álög-
unum meb Islandi?
Svo hafbi verib lengstum, ab fjárhags vibskipti ís-