Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Blaðsíða 3
3
11.
U M KYRKJURÆRN I
J>ó kyrkjurækni sé ekki fremur eim önnur ytri
siðsemi óbrigðull guðræknisvottur, er hún f)ó bæði
svo fögur í sjálfri sér, og svo eiginleg liverjum ó-
spilltum manni, _og getur orðið svo blessunarfull
þeim er sækja helgar tíðir, og haft svo heillarík
áhrif á aðra, að mér hefur komið til hugar, að rita
dálitla grein um fietta efni, og ætti Iiún, ef vel væri,
að verða ,svo löguö, að hún gæti skýrt hugmyndir
kyrkjurækinna lesenda ársritsins um tilætlun og
nytsemi kyrkjugaungunnar, og um leið vakið hjá
liinum laungun til að sækja kyrkju sína betur eptir
enn áður. En f»ó mér, ef til vill, hafi tekist., að
glæða kyrkjurækni í minni sókn, einkum með því
að brýna þetta efni á stólnum fyrir sóknarmönnum
mínum, f)á er fió meira vandhæfi á að rita um f>að,
og óvíst, að því verði eins gefinn gaumur; f>ví bæði
er mönnum gjarnt, að leiða hjá sér almennar hug-
leiðingar, og líka liefi eg meira traust á hinu lif-
andi orði, enn dauðum stöfum. 3>ó getur margur
stafurinn lifnað við og fært góðan ávöxt, fiegar
hann fellur í góða jörðu. Eða verðum við ekki
einatt og optastnær að sá í blindni, og fela hinum
alltsjáanda, að lífga frækorniö, og gefa f>ví vöxt og
viðgáng? f>ví mundi eg f>á vantreysta því, að eitt-
hvað gott geti líka leiðt af þessari hugvekju minni,
1*