Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Blaðsíða 37
orðift lioiium ljettara, og |>að kalla eg {)á prestinum
liagnað. En verið getur, að sumir furði sig á jþví,
að eg- tel þaö með Tiagræði prestsins,. sem börnin
taka njótari frammforum enn ella við það, ef for-.
eldrai og húsbændur kæmust niöur í því að spyrja
börnin, þar þau geta bæði byrjað það svo miklu
fyrri, og gjört það svo miklu optar, enn prestinum
er mögulegt. jiað getur verið, þeim finnist eg hafi
steypt því saman, er þó ekki átti sarnan í raun
réttri, qg að þeim hefði þótt betur fara, að eg Iiefði
talið það liagræði kennslunni sjálfri, en—■ ekki prest-
inum j)ó þetta megi til sans vegar færa, vil eg
þó lieldur telja það með hagsmunum prestsins.
Bóndinn telur sér það liagræði, þegar áformum hans
verður framgengt og þau færa honum ávöxt. Með
því nú útbreiðsla þekkíngarinnar á Guði er aðalsýsla
prestsins, þá má eins telja lionum það hagnað,
þegar þessu verki Iians verður framgengt, og það
færir árángur. Allir vísindavinir eiga sammerkt í
því, að þeir fagna yfir, ér þeir finna, að sér hefur
miðað áframm í einliverri fræði-tegund; og hvers-
vegua? af því þeir álíta fróöleik betstu eign sína,
næst velþóknan Guðs og dyggðugu liugárfari, og
lángtum gyrnilegri og dýrmætari auðlegð, enn þó
þeir liefðu efnast af stundlegum eða líkamlegum
munum. "En ef þeir nú fagna þessu svo mjög fyrir
sjálfa sig, munu þeir þá ekki eins gleðjast annarra
vegna, þegar þeir sjá, að þeim, sem þeir áttu að
auðga að dyggð og upplýsíngu, miðar áframm í
hvorutveggju þessu? munu þeir ekki telja það sjálf-
um sér ábata? verði því ekki hrunilið, að sönn
menntan og siðprýði séu ætíð samfara, þá er liitt allt-
eins áreiðanlegt, að sá sem leggur stund á menntun
og manndyggðir, gengur hina beinustu og vissustu
leið til sannrar og stööugrar farsældar, bæöi and-