Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Blaðsíða 7
i
atryði sanninda (jeirra, sein á að kenna og útþýða
í kyrkjunni; Efnina til frekari útskýríngar, vil eg
benda til þeirra, ()ó þau eigi að vera öllum kunnig.
Jað er ()á fyrst og fremst lærdómurinn uni Guð
og liandaverk hanns. Að vísu er Guðs eilifa
vera órannsakanleg og óskiljanleg, og (>ví fer fjærri,
aö andi mansíns, sem getur ekki skilið sjálfan sig,
geti skilið djúp guðlegrar veru, en ()ó er Guð orðinu
augljós af sínum almættis og dásemdar verkum.
Sá hinn ómælandi alheimur, með allri sinni hnatta
mergð og anda fjölda, er vottur dýrðar og hátignar
Guðs. Allt vitnar um hans alvitsku, speki, almætti
og eilífiugæðsku, og styrkir meðvitundina um liann
í sálu mannsins. Allir hlutir eru orðnir til af orði
Drottins; hann gefur öllu líf og andardrátt, og sér-
hvað annað, og ekki fellur einn titlíngur til jarðar
án lianns vilja, því liann viðheldur og stjórnar öllu
með almætti, speki og gæðsku. Guðs dásemdar-
verk er sá brunnur vitskunnar, sem aldrej verður
upp ausinn; ()au eru svo óteljandi og margbreytt í
tegundum sínum, að þau verða alltaf skoðuð frá
nýu sjónarmiði, og gefa alltaf nægilegt tilefni til
nýrra hugleiöínga. Velgjörðir hans við oss mennina
eru svo miklar og margar, að því betur sem vér í-
grundum þær, því betur lærum vér að iinna, að
vér erum minni allri miskunsemi hans og trúfesti.
En einsog sól meðal stjarna, skín þó ein velgjörð
Guðs öllum öðrum meiri; það er sendíng lians
elskulega sonar, Jesú Krists, vors endurlausnara; og,
með því oss er ekkert annað nafn gefið, sem oss
byrjar sáluhólpnuin í að verða, með því trúin- á
Jesum Krist er undirstaða allrar liuggunar vorrar í
lífi og dauða, þá ríöur oss á eingu meir enn að fá
skýra og greinilega þekkíngu á undirstöðu og á-
stæöuin vorrar trúar.