Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Síða 32

Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Síða 32
32 {iví liann fiekkir ekki hjarta barnsins eins vel og móftirin, og er ekki högum þess eins nákunnugur og hún. jmð leiðir [iví af sambandi foreldra og barna, a& þau eiga bægra enn nokkurr annar fræðari með að laga spurningar sínar þannig, að þær vinni á og hræri hjörtu barnanna, og með því gjöri þau hæfileg til að veita orði Drottins viðtöku, og geyma það. Og það sem hér er sagt um foreldrana sjálfa, á eins heima hjá öllum þeim, er gánga börnum i foreldra stað, hvort heldur [iað eru fósturforeldrar eða húsbændur. B. í annarri grein er þá að víkja með Iiálfyrði á, hvaða nytsemi foreldrar og húsbændur geti af því liaft, að tíðka að spyrja börnin úr því, er þau læra, og sérílagi barnalærdóminum, og er hún einkumí því fólgin, að það ekki einúngis viöheldur þekkíng þeirra sjálfra, heldur og eykur hana margfaldlega. j>etta er hægt að sanna bæði af reynslunni og eöli hlutarins sjálfs. Jað er kunnugt, að frá því landið byggðist, og allt til þessa, liafa hér ekki verið barnaskólar, nema 1 um nokkur ár á Hausastöðum á Álftanesi, og nú um nokkur ár 1 í Reykjavík, og má nærri geta, að 1 barnaskóli í jafn miklu og strjálbyggðu landi sem þetta er, muni gjöra lítið að verkum til að ebla al- menníngs uppfræðíngu. Eingu að síður hefur þó alþýða hér í landi þótt betur ujtpfrædd, einkum í trúarbragða efnum, ennímörgu öðru landi, þar sem þó eru barnaskólar; og erhægt að sanna þetta með eldri og nýrri vitnisburðum. Jafnvel þeir sem hingað hafa komið íir hinum menntuðustu löndum, t. a. in. Englandi, hafa gjört mikið orð á upplýsíngu al- þýðu hér í landi, og hinn mikli fræðimaður, byskup Dr. Hannes Finnsson telur, að í sumum sýslum hér

x

Ársrit presta í Þórsnesþingi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit presta í Þórsnesþingi
https://timarit.is/publication/68

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.