Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Blaðsíða 46

Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Blaðsíða 46
46 ykkar muni naumast kemha hærur; |iví ekki skul- uð þið marka, |»ó fyrsta árinu væri vel tekið; það er lángt mUli æsku og elli, og margt getur gjörst á því timabili; mér þykja að sönnu ritgjörðirnar um saunginn og aukatekjur presta vera dável samdar, og eiga vel við, en þó er eg liræddur um, þær verði ekki vinsælar, j»ví mönnum er hér svo illa við aö- finnsluna, j hverju efni sem nú er, að [leii' fyllast þykkju, í stað [tess að lagfæra það sem að er fund- ið og ábóta er vant. Láttú nú samt ekki hugfallast fyrir þetta, ástvinur minn! þvi ekki sé eg betur, enn að þér reki ept- ir stöðu þinni, að gjöra það sem i þinu valdi stend- ur, til að útbreiða liug og dug til framkvæmdar því, sem ehla má almennings heillir; því mest ríður á því hvað hverr gjörir í sinni sveit; margur hefur vel gjört og gjörir það enn, með því að sýna mönn- um veg gæfunnar, og er liann mikils metandi. Eink- um liggur byrðin á herðum okkar prestanna, því við erum sendiboðar hans, er sagði: „til þess er eg fæddur og í heiminn . kominn að eg beri vitni sannleikanum*. Og við megum ekki þreyt- ast, þó margar séu mótspirnur, heldur verðum viö að treysta því, að það góða muni vinna sigur uin síðir. Jó bágt sé, ertú samt fljótari að kveikja Ijósið enn aðrir. Bágt veit eg þú átt með að fá hvern til að starfa í sínu rúmi, það sem honum ber; þó stendur þér næst, að reyna til þess, sýna framá eptirdæmi annarra, og vera sjálfur öðrum fyrirmynd, svo hinna dæmi týnist ekki fyrir tómlæti þitt. jþú veitst betur enn eg, hvernig þú átt að haga orðum þínum við aðra; en við sein eruin ellióra, höfum einkaleyfi til að segja hin- um fyrir siðunum, sem ýngri eru, og því vil eg leggja þér mál i munn, hvernig þú skalt koma orð- um þínum fyrir. Segðu þeim, sem þú átt orðastað

x

Ársrit presta í Þórsnesþingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit presta í Þórsnesþingi
https://timarit.is/publication/68

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.