Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Blaðsíða 48
4S
annarra' hagsmunum, það er að skilja: þeirra sem
af ást á fósturjörfiu vorri semja bækurnar, en neyð-
ast til að hætta, vegna f>ess svo fáir kaupa þær,
- og þeir fá ekki prentunina borgaða, því siður meira;
eí þið kaupið riígjörðirnar, þá sýnið þið, að ykkur
þykir nokkuð til þeirra koma, og þá verða þeir til
að rita, sem færastir eru til þess, og geta það líka,
þegar þeim er borgaður starfi sinn.
Svona verðurðu, ástvinur! fyrst i orði og svo í
verki, að breiða r'it þær ritgjörðir, sem núna eru að
koma út; þú verður (lyggilega að sá; meira getur
einginn gjört., nema sá eini, sem ávöxtinn gefur.
Ritaðu mér nú aptur, vinur minn! og sannfærðu
mig, ef þú getur, um, að námfýsi alþýðu fari vax-
andi; eg er ekki svo einrænn, að eg taki ekki skyn-
samlegum ástæðum, og það væri mér til mikillar
huggunar, ef þér tækist að koma mér í skilníng
um þetta; en va»t get eg búist við svari frá þér
fyrrenn að ári. —r- vertu sæll!.