Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Blaðsíða 8

Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1847, Blaðsíða 8
8 Jessvegna er líf og dauði Krists hið annað atryði sanninda þeirra, sem í kyrkjunni á að útskýra og brýna fyrir söfnuðinum. jiau heilögu guðspjöll aru einstakar greínir úr lífi Krists á jörðunni; þau eru aðskilin geislabrot hins fagra dýrðarljóma Guðs; í kyrkjunni eigum vér að reyna til að skýra augu vor, svo vér því betur sjáum ljósið, reyna til að komast í skilníng, ekki einúngis á einni og einni grein, heldur og að láta þaðan spretta háleitar hug- myndir, sem gagntaki gjörvallan huga vorn með abli og ijöri. Eigi trúin á Jesúm Krjst að vera einsog hún á að vera, eigi hún að vera réttlætandi, helgandi og sáluhjálpleg, þá hlýtur hún að stjórn- ast og glæðast af greinilegri þekkíngu; því kveður postulinn svo að orði: hvernig eiga þeir að trúa á þann, sem þeir hafa ekkert Um lieyrt? en hvernig eigaþeir að Jieyra, án þess neinn sétil, erprediki? Einginn getur af sjálfsdáðum ímyndað sér, hverr Kristur hafi verið, og hvað harin hafi kennt og gjört og liðið; heldur hlýtur náðarlærdómur hans að vera undirrót þekkíngarinnar á honum, og það verður að boða hann meðal rnanna, áður enn þeir geta tekið við honum í trúnni; þessvegna þurfum vér ætíð að hafa fengið nokkra þekkíngu, áðurenn trúin geti lifnað í hjörtum vorurn. Að vísu er styrk- leiki trúarinnar ekki kominn undir þekkíngunni; en séu menn hreinhjartaðir, verður trúin því innilegri og fagnaðarfyllri, eptir því sem þekkíngin eykst, og eptir því finnum vér æ betur og betur til sambands- ins milli hinna einstöku trúaratryða, og sjáum þá einíngu og óslítandi keðju, sem er rnilli allra ráð- stafana Drottins. Samtvinnaðar þessum aðalatryð- um kristinnar trúar eru allar þær greinir,'sem út- þýða eðli vort og ákvörðun vora, og sambandið milli Guös og manna, allt sem veikir þetta samband, og

x

Ársrit presta í Þórsnesþingi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit presta í Þórsnesþingi
https://timarit.is/publication/68

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.