Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Síða 18
18
þær flytja lítils háttar af vörum á vorin; og þegar
talin eru 7 skip í Barftastrandarsýslu, j)á eru í þeirri
tölu 2, sem fara milli landa frá Bildudal. Aptur er
einn þilfarsbátur í Strandasýslu, keyptur úr Barða-
strandarsýslu. Aflabrögð með ftessum skipum urðu
í sumar betri en næstu árin á undan, og jtó ekki
að því skapi, sem veðurlagið virtist hagstæðara, en
bin fyrri sumur. Jafnmikill hákarlafeingur, og áður
var, er miklu sjaldgæfari, og tregt veitir og skipum
þessum að sameina þorskleitir og bákarlaveiðarnar
á sama skipi, nema skipverjar sé því alúðarfyllri í
viðburðum. Af fiskiskútum þeim, er úti var haldið
allan aflabragða-tímann, varð aflinn í Snæfellsness.
50 til 110 tunnur lifrar, þegar 100 af þorski telst
til jafnaðar inóti lifrartunnu, sem þó þetta ár nær
eingan veginn heim sökum ens lága verðs á saltfisk-
inum, en dýrleika á saltinu; i Barðastrandarsýslu
frá 60 til 130 tunnur; í fsafjarðars. frá 30 til 170
tunnur; í Strandas. frá 54 til 78 tunnur. En þeg-
ar tekið er meðaltal alls aflans i fjórðúngi þessum,
verður hann nær hæfis 86 tunnur, og munu allir þeir
eigendur skaðlausiraf útveg þessum, er náð bafa þeim
afla, en það eru ei nema 11 skip af 24, Samt sem
áður er það auðsætt, að bjargræðisvegur þessi eyk-
ur töluvert sölueyri Vestfirðinga, þó eigendur sjálfir
bafi fæstir auðgazt af honum bíngað til, og fer það
að líkindum, jió svo sé, meðan aflinn er svo mis-
tækur, skipamissirinn svo talsverður, og verzlunin
svo þraung. Menn geta gjört ráö fyrir, að afliallra
þessara skipa, þegar saltfisks skp. borgaðist með 15
rbd., og lýsistunnan með 18rbd., bafi orðið nálægt
24,100 rbd. og munu nokkrar sveitir þurfa að leggja
saman, til að verzla svo miklum kaupeyri árlega.
Vestfirðínga vantar að vita, hvernig aðrir ijórð-
úngsmenn í landinu liaga þilskipa - útvegum sínum,