Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Page 25
25
ske strax vildu fá breytt á annan veg, eins og t. a.
ni. vorhreppaskilaþíngin vestan lands. 5ó heilsan sé
aldrei of dýrt keypt, þá er margur svo fátækur í
landinu, að ef hann ætti aft borga læknutn þau laun,
sem nefndin á alþingi ákvað þeim fyrir ferðir þeirra
og lækningar, mundi hann fyrri deya út af, en vitja
læknis, sem líka kostar töluvert, ef senda þarf til
þeirra yfir lángan og torsóktan veg. llins vegar
verður þó ekki sagt, aö læknar megi hafa minna
fyrir ferðir sínarog lækníngar, en til er tekið, vegna
þess laun þeirra eru lítilíjörleg, en embættið mjög
örðugt. 3>egar þessu verður þá ei komið saman,
mundi þá ei mega bilta því á þann veg, að lækni
þeim, er ei kæini saman við héraðsmenn um ferða-
kaup sitt, væri gjört að skyldu ætíð að vitja sjúkra,
þegar hans er leitað, og að gefa út bréflegan reikn-
íng fyrir fyrirhöfn sinui, en líði gjaidendur um borg-
unina, til þess er nefnd manna, svo sem sýslumað-
urinn og sóknarpresturinn með kunnugum 3. manni,
er presturinn nefni til, hefir rannsakað reiknínginn,
og matið sanngjarnlega, hvað lækninum beri fyrir
fyrirhöfn sína, þegar jafnframt er höfð hliðsjón af
efnahag þess, er borga á.
10. ALMENNAR STOFNANIR.
1) . Skýrsla um stjórn og athafnir búnaðarsjóðs
vesturamtsins verður væntanlega auglýst á prenti
fyrir þetta ár, eins og að undan förnu.
2) . Vesturamtsins bókasafn er geymt í Stykk-
ishólini af bókaverði, kaupmanni og umboðsbaldara
A. 0. Thorlacíus, en ógjörla veit eg, hvað mikið af
bókum þess hefir verið léð amtsbúum til yfirlesturs,
enn sem komið er.
3) . Möllersku lestrarfélögin í hverri sýslu lands-
fjórðúngsins út af fyrir sig ætla eg vera muni líkt