Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Page 30

Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Page 30
30 inu, ekki sizt í henni Reykjavík, en nu er býsna lángt orðift, síðan mér hafa borizt þaðan nokkur tíð- indi, því Reykjavíkurpóstinn hefir ekki borið að hús- um mínum, síðan hann setti húsbændur þína á „kramkistuna kaupmannsins“, er báru honum, að hann hefði farið með ósannsögli um sölulag kaup- # mannanna vestra. G. 5að vita nú allir, að pósturinn hefir farið þessum orðum nm húsbændur mína, eireinginn veit, i hverju skyni liann gjörði það; því hvers áttu þeir að gjalda? Nokkra hefi eg heyrt geta þess til, að pósturinn hafi ætlað að gjöra það í hefnileik fyrir það, að húsbændur minir gáfu kaupmanninum færi á í riti sínu að áminna póstinn um, að segja satt um verzlunina, en eðlilegt var það, að póstinum kæmi ekki þessi áminníng vel, ef það er satt, sem Jjóðólfur segir, að honum hafi verið borið, að hann væri bæði hnýsinn og málugur lausúngi, og sé nú þessi lýsing sönn, er eingin furða, þó póstinum hafi orðið fyrst fyrir að segja ósatt um húsbændur mína, úr því hann gat þeirra á annað borð, því þeim, sem „yfir eingu getur þagað“, hættir jafnan við að fyllaí eyðurnar, sem fyrir honum verða, þegar hann er að segja frá, og ekki sizt, þegar hann fer óboðinn upp í dómarasætið til að dæma um aðra, sem hann litið þekkir til. Eg ætla ekki að áfellast póstinn fyrir þessi ósannindi hans^ með því eg veit ekki fyrir víst tilgáng hans með þeim; því þó ósannindin hafi einatt orðið mörgum að tjóni, hafa þau á stundum stefnt til saina lands og orðið þeim að óliði, er fæddu þau af sér, og einmitt svona hefir farið fyrir póst- inum, því svo er lángur vegur frá, að póstiijum hafi með þessum orðum tekizt að vekja óhróður um hús- bændur mina, að þau hafa orðið til þess að sanna um liann lýsínguna, sem J>jóðólfur har af honum,

x

Ársritið Gestur Vestfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársritið Gestur Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/70

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.