Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Page 32

Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Page 32
32 ur hann afarreiftur, segir hann liafa illa launað hýs- ínguna aft undan förnu, þar sem hann heimti nú fimtúngi meira fyrir liverja ferð, en áftur, og hafi þó aldrei verið eins leingi á leiðinni og núna. Margt fleira hnjóðslegt sagði presturinn við póstinn, en pósturinn, með alt meinleysið gamla, þagði og svaraði eingu, fer að leysa upp bréfaskjóðu sína, og ætlar að rétta honum ritlíng sinn; en þá tók nú ekki betra við, þvi prestur kvað svo lángt frá, að hann vildi kaupa ritið, aö hann kvaðst ei vilja eiga það að gjöf, til að snúa úr því tappa í flösku, og rak hann margfaldan burtu. Pósturinn fór að koma sér af stað, miðaði honum vel ofan túnið, því þó hann væri ekki stórstígur, þá bar hann fljótt fæt- urna, og færðist í herðarnar, eins og liann var van- ur að gjöra, þegar hann þurfti mikið að flýta sér. En strax sem eg sá, hvernig póstinum reiddi af, fór eg að koma mér af stað; því eghugsaðimeð sjálium mér: hvaða útreið ætli eg, í sauðsvörtu buxunum mínum, fái hjá prestinum, þegar blessaður pósturinn, sem hefir á sér útlent snið, og geingur með borða- lagða húfu, varð fyrir allri rokunni þeirri arna. Síð- an hefi eg bvorki séð póstinn éða prestinn. B. Ljót er sagan, og hygg eg þér ráðlegast, að leita ei framar á fund prests þessa. En þú hézt mér því lika í fyrra, að skýra mér greinilega frá fundum þeim, er í vor voru settir að Kollabúðaeyr- um og Jórnesi, og vænti eg, að þú bindir nú enda á þetta loforð þitt. G. -Jiað var en fyrsta rót til fundanna, aðarkiv- sekritéri Jón Sigurðsson í Kaupmannahöfn hafði ritað prófastinum í Barðastrandarsýslu og tveimur alþíng- ismönnum í Vestfirðíngafjórðúngi bréf umþettaefni; fer hann rnörgum fögrurn orðurn um, hve æskilegt það væri, að Vestfirðíngar gætu áttsjálfir fundimeð

x

Ársritið Gestur Vestfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársritið Gestur Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/70

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.