Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Page 39
39
sen, og stúdent E. Kuld frá Flatey. Jessi fund-
ur stóii ei nema einn dag, og voru þar allar bænar-
skrárnar frá Kollabúðafundinum samþyktar, og þær
ásamt hinum fyrr nefndu tveiinur, er þar voru saindar,
feingnar þeim mönnum, er þeir sendu á Öxarár-
furidinn.
'það má fullyrfta, að fundir þessir fóru vel og
skipulega fram í flestu tilliti, og má einginn vita,
hversu mikil og mörg not inega að þvilíkum fund-
um verða, þegar það er aðalstefna þeirra að glæða
nreð mönnum þjóðerni vort, frelsis og ættjarðarást,
ræða ýms þau mál, er tímanna biltíngar og þjóðar-
ástaiul vort bendir oss til, að miklu varði fyrir lands-
heillir vorar og velfarnan.
B. Mér tinnst mikið um sögu þína, Gestur
minn, og má það fyrst af henni ráða, liversu inikil
not rnætti leiða af alþingi voru, þegar slíkur álrugi
á þjóðarmálum vakir í brjósti þeirra manna, er með
sanni eiga að nefnast kjarni þjóðar vorrar, þar sem
á fundum Vestfirðínga voru svo mörg mál rædd á
svo stuttum tíma, og tel eg öllu líkara, að sama yrði
upp á blaðinu, hvað alþíngi viðvíkur, ef við bænd-
urnir feingjum þarin vilja okkar frain, að alþing væri
sett að Öxará; því það ætla eg fastlega, að þar
vakni bezt þjóðernis - andi vor Islendínga, og fæst
hughvörf munu þar læðast inn til að villa þíngmönn-
unr sjónir á fööurlandsheillum; það tel eg lika víst,
að seta þíngnranna verði þar töluvert kostnaðarminni,
en í Keykjavík. Sú fregn hefir og híngað borizt,
að alþíngisstofan í Ileykjavík sé ekki allskostar
hagkvæm, eöa nóg með öllu fyrir þíngmenn, eink-
um ef þeiin yrði fjölgað, og þegar þingið skal halda
fyrir opnum dyrum, og býst eg þá við, að hús inegi
byggja til alþíngishalds, en þá þækti mér þess von,
að það hús yrði sett við Öxará fremur en í Reykja-