Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Page 43

Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Page 43
43 ir brjósti brenna, eða taka kjark úr ykkur til hvers kyns atorku og framkvæmdarsemi, helriur hrekið slíkan hugarburð lángar leiðir á ílótta, áður liann fær dýpri rætur fest. eigið að vera komnir svo lángt á leið, að þreytast ekki eður láta hugfall- ast, |)ó ekki beri strax fyrir augu j7kkar auðsjáan- legur arður af útgjöldum yðar, og sem nú að líkindum fremur munu aukast en mínka fyrst um sinn: því þjóð- arandinn hefir nú þegar tekið þá stefnu her, eins og í öðrum löndum, að vilja ákaft áfram í öllu því, er miða þykir til frelsis og framfara, hvort heldur það er breytíng á landstjórninni eður annað, er landinu má horfa betur til viðreisnar, ef þvi væri hreytt á annan veg, en það nú er. En þjóðarandi þessi get- uraldrei náð viðgángi i framkvæmdinni, svo að hann taki ekki með sér talsverðan kostnað og álögur frá hálfu yðar bændanna. jiessi framfara og frelsisandi þjóðarinnar virðist nú allvíðast vera orðinn svo þróað- ur og magnaður, að eintómur óþarfi mundi að stæla hann framar, síðan hann vaknaði, og fékk rétt sig úr deyfðar og doða - bugðu þeirri, sem einræðisleg og óhagkvæm yfirdrottnan hafði beygt liann í ásamt ýmsu öðru, er lengi hafði þjáö og þjakað hinn krapta- litla þjóðarlíkama. Svo er nú frelsisáhugi Islend- ínga orðinn auðsjáanlegur, að útlendir ferðamenn eru þegar farnir að hafa orð á því; og þaunig hefir hinn írægi Iæknir Dr. Schleisner borið Islendíngum, meðal annars, þessu líka lýsingu i hók þeirri, er hann hefir ritað um Island: „þó margir ferðamenn hafi talið auðsveipni fyrir yfirvöldunum og stjórn- inni sem þjóðareinkunn Islendínga, þá er þessu eing- an veginn þannig varið, eins og líka að lotníng fyr- ir lögunum eingan veginn prýðir þjóð þessa. 5jóö- stjórnar-ár Islendínga vaka í huga þeirra, sem gull- öld þjóðarinnar." Eg vil nú ekki fá mér til orða,

x

Ársritið Gestur Vestfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársritið Gestur Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/70

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.