Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Page 44

Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Page 44
44 livað rett sé í lýsinsju þessari, en hins vil eg geta, að eg hygg, að þjóðstjórnarlaungunin hafi vakað í liuga þér áðan, þegar þú lézt mestu dæluna gánga urn embættismenn; en hins vegar þykir mér öll von til þess, að þiö bændurnir viljið nota ráðaneytisvald það, er konúngur gat' ykkur, en ef þið eigið að geta notað það sjálfir til hlítar, verið þið að kosta kapps um að búa ykkur þeim kostum, að |>ið getið með góðri samvizku tekizt það á hendur fyrir bræður yð- ar; því eins og nú er ástadt, er von til, þó mjög fáir bændur liafi af sjálfsdáðum getað aflað sér þeirr- ar mentunar, er til þess þarf, að sitja á þjóðþíngum, og gjöra þar það gagn, sem kjósendur þykjast eiga rétt á af þeim að heimta, er þángað eru sendir; en mentun þessari náið þið með liægra móti, en þið ætl- ið, og er sá annar vegurinn til þess, aö þið glæðíð þann félags og samheldnisanda með ykkur, að þið komið bændaskóla á stofn, og er það ekki eins tor- velt, og margur ætlar; það er hinn beinasti og vis- asti vegur fyrir ykkur bændurna til að ná þeirri nientun, er þið þurfið á að halda, til þess að geta orð- ið gott ráðaneyti konúng fyrir liönd þjóðarinnar, og liggur ekki annar ókostur á því meiri en sá, að tíma þarf til að koma þessu svo á fót, að not þess sjá- ist í skyndi, en með því að í nýum Félagsritum eru lögð bein og góð ráð um þetta, þá fer eg að sinni ekki tteirum oröum um hændaskólana. Sá er annar vegurinn, er með fram þessum líklegur er fyr- ir þjóðmentun bænda, að þeir sæki þjóðfundi sína með árvökrum buga og fjörugum anda, jiví á jijóð- fundunum má margt læra, sem styöja má velfarnan vora, og eru það næg rök til þessa, hversu mikið gott af þeim leiöirí öðrum lönduin, er þeir nú standa í fullum þroska, t. a. m. hjá Dönum (Landmands ‘) 9. ár, bls. 86. — 101.

x

Ársritið Gestur Vestfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársritið Gestur Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/70

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.