Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Qupperneq 54
54
tekur pósturinn þá ályktun, ,að allir verzlunarmenn
vestra sé uppiskroppa af öllum nauösynjavörum
strax að aflíðandi kauptíð á sumrin“, og gefur þeim
síðan harða áminning fyrir það, að þeir ekki gæti
skyldu sinnar. Hefði nú pósturinn ekki verið búinn
áður að fá orð fyrir mælgi og linýsni, sem skvgnist
inn í hvert skot í sölubúðum og öðrum hýbýlum
manna, þá hefði mátt ímynda sér, að hann hefði sagt
þetta í andans einfeldni af ókunnugleika um hátt-
semi manna i landinu, annarstaðar en syðra, því þar
vissi hann til, að menn verzluðu á öllum tíma árs-
ins, en nú vita menn, að þessu er ekki þannig var-
ið; pósturinn hefir því vitað réttara, en hann sagði,
og hefir honum hér orðið eins og optar að gegna
náttúru sinni. Enda liggur það líka ljóst fyrir hverj-
um manni, að alt annað er, að verzlan sé vestra
sjaldgæf á veturna, eða „að allir verzunarmenn vestra
sé uppiskroppa af öllum nauðsynjavörum strax í
kauptíð, að aflíðandi sumri“; því það má eg fullyrða,
að flestir ef ekki allir verzlunarmenn vestra eru ekki
uppiskroppa af öllum nauðsj'njum strax í kauptíð,
en þar á móti hafa talsverðar vörubyrgðir þá óseld-
ar, eins oghitt, að menn verzla mjög sjaldan vestra
að neinum mun á öðrum tíma ársins, en á þeim al-
menna lestatíma, nema það skyldi helzt vera við Isa-
fjarðarverzlanirnar; enda er það alkunnugt, að hér-
uðin hér vestra eru fremur fátæk, og liefir margur
hver ekki varníng á boðstólum um hávetur. Allur
munur er á verzlunarmáta syðra: þar er fjölmenni
manna, og gnægð penínga, og einkum svo að kalla
sífeldur sjáfarafli, er menn verzla að miklum hluta
strax við verzlunarmennina þar. En munu sveita-
bændur, t. a. m. úr Árnes og Rángárvallasýsluin
ílytja vörur sínar á veturna til verzlunarmanna, eða
þá taka stórvægis til láns út á þær?