Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Page 57
57
um útlendum skipum var flutt beinlinis frá íslandi
til annara kóngsríkja árið 1845: saltaftur fiskur
til Einglands 6,026 pund, til Miftjarðarhafs 2,567,312
pund, harður fiskur til Einglands 580 pund, til Mið-
jarðarhafs 60,928 pd., gota til Frakklands 432tunnur,
til Miðjarðarhafs 558tunnur, tólg til Miðjarðarhafs
22,980 pund, lýsi til Miðjarðarhafs 127 tunnur; ull
til Einglands 118,333 pund, til Miðjarðarhafs 17,358
pund, og 270 stórsekkir (Baller) *). Arið 1845 var
beinlínis flutt til Islands frá Einglandi 4,776 tunnur
salts, 155 tunnur steinkola, 2200 pund kaífibauna,
1449 pund járns samt ýmislegt járnsmíði; frá Noregi
280tunnur salts og 115 tylftir af trjám og borðum;
írá Portugal 280 tunnur af salti.
Grein þessi gefur oss tilefni til að bera upp þá
ósk, sem án efa margir niunu fallast á, að árlega
yrði birt á prenti skýrsla eða skýrsluágrip um hina
íslenzku verzlun, um aðfluttar og burtfluttar vörur
og verðlag á hvorumtveggja. Vér vitum til, að
kaupmenn allir, bæði fastir og lausir, gefa þess kon-
ar skýrslur sýslumönnum, sýslumenn senda þær
síðan amtmönnum, jafnframt því sem þær eru send-
ar stjórnardeild vorri í Kaupmannahöfn. er því
annaðhvort stjórnardeild þessi, eða amtmennirnir,
sem hægast eiga með að auglýsa skýrslurnar, og
vonumst vér svo góðs til þessara manna, að þeir
verði við ósk vorri; en hitt teljum vér víst, aðland-
ar vorir, sem gefa út blöð eða bækur, livort heldur
í lleykjavík eða Kaupmannahöfn, muni fúslega veita
slikum skýrslum móttöku, því þær geta verið til
inikils fróðleiks og gagns nú á tíinuin, þegar menn
eru farnir að hugsa bæði um verzlunina og annað.
*) Einn ,,balli“ vegur írá 2 til 4 vætta.